Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Side 40

Eimreiðin - 01.04.1944, Side 40
104 HEBRESKA OG ÍSLENZKA EIMRBIPIN frá öðrum sjónarmiðum, hefur gert mér þann greiða að gera skrá yfir allar hebreskar rætur í nokkurum flokkum, og hef ég síðan unnið úr þeim. Áður e'n horfið verður að því að at- huga þessar liebresku rætur, skal bent á það, að hebreskan er semítisk mállýzka, eins og getið hefur verið, og hefur því tekið nokkurum breytingum frá frumsemítisku, og hinsvegar þarf að hafa í huga, að orðrætur þær, er sýna huglæga merking, hafa oft fjarlægzt svo uppruna sinn, hinn hlutlæga, að mjög erfitt veitist að skýra slíkar rætur, eins og ég hef tekið fram í áður- nefndu riti mínu „Um frumtungu Indógermana og frumheim- kynni“. Þar eru skýrðar nál. 530 rætur af 2200, og eru flestar skýrðar sem hermiorð, en nokkurar sem viðbragðsorð og frum- þarfaorð og hljóðgervingar (en þeir eru eftirhermur á dýra- hljóðum og allskonar náttúruliljóðum). Það er engum vafa undirorpið, að við frekari rannsókn indógermanskra róta myndi mega bæta allmörgum við, sem skýra verður sem eftirhermur talfæranna, og hef ég sannfærzt um það, síðan áðurnefnt rit mitt kom út. En í því vildi ég aðeins birta þær niðurstöður rann- sókna minna, er ég taldi óvéfengjanlegar, þar sem um er að ræða að skipuleggja í fyrsta sinn allar indógermanskar rætur frá nýjum sjónarmiðum. Skal nú vikið til hebreskunnar. TannhljóS í hebresku. I hebresku eru 10 tannhljóð og af þeim samsvara hebreskt d og t frumsemítisku d og t, og hef ég því valið þessi hljóð til þess að sannprófa gildi hermikenningarinnar. Lítum þá á hebreskar rætur, er byrja á d og t. Hermikenningin segir um tannhljóð í indógermönskum mál- um (sbr. áðurnefnt rit mitt bls. 61): „Engu síður en varahljóðin gátu táknað að halda einhverju föstu og síðan að knosa, eyði- leggja, mætti ætla, að þau hljóð, sem urðu til við hreyfingar tannanna, gætu táknað að snerta, koma við, taka, og síðan að knosa, eyðileggja, þröngva, ef fast var bitið saman tönnunum- Mætti því ætla, að ef tungan snerti snöggvast tanngarðinn (venju- legast efri tanngarð), táknaði þessi hreyfing að snerta, koma við, allnákvæmlega yfir bókina yðar og bera saman við hebreska orðstofna fra 48. til 97. bls., og útkoman er mjög sterk sönnnn fyrir skoðun yðar yfirleitt.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.