Eimreiðin - 01.04.1944, Qupperneq 41
eimreiðin
HEBRESKA OG ÍSLENZKA
105
taka, eins þótt vörunum væri lokað snöggvast á eftir, en ef
fastara væri tekið á, táknaði hreyfingin að knosa, eyðileggja,
þröngva eða því um líkt. Samstarf tanna og góms, tanna og vara,
skiptist því á í þessum orðum og oft er r-hljóð, sem liefur verið
hart og titrandi, samfara tannhljóðinu til frekari áherzlu, og
jafnvel 1, sem hefur upprunalega verið nær 1-hljóðinu en nú er
1 flestum indógermönskum málum, eins og sjá má í fornind-
yersku. Ef tungan er dregin frá tanngarði og aftur í góm, gæti
hreyfing þessi táknað að þenja, draga. Ef tr- fer saman, en r
er titrandi tungubrodds-r, er eðlilegt, að þær rætur, er byrja á
tákni ýmist að titra eða núa, nugga (eftir titringshljóðinu,
sem því er samfara), ennfremur þær rætur, er byrja á ter-“.
kftir þessu mætti skipta þessum rótuin á t, d og dh eftir merk-
ingunni
1) að snerta, koma við, halda föstu,
2) að knosa, eyðileggja, þröngva,
2) að þenja, draga,
“f) að titra, núa“.
f hebresku tákna eftirjarandi rœtur aö knosa, eyðileggja, þröngva:
dab (daab) „vanmegnast, vera yfirbugaður11.1)
dabl (dabel) „þrýsta saman“
dbq (dabeq) „klístrast, halda föstu í“
ábs (dabesch) „klístra saman“
ább (dabab) „síga hægt áfram“ (endurtekning á dab, sbr. ísl. dafla)
dvb (davb) „valda vanmegnun sálarinnar"
ávh (davah) „vera veikur“
dvs (davasch) „troða niður“
áis (daisch) „troða niður“
dka (daka) „undiroka, troða undir fótum“
dkh (dakah) „steypa, hrinda, mola sundur“
dkk (dakak) „mola, brjóta" -
dyk (daouk) „slökkva, eyðileggja“
dphq (dapheq) „klappa, berja (að dyrum)“
dehph (dachaph) „knýja, herða á“
dchq (dacheq) „þrengja að, reka“
dqq (daqoq) „sundurmola, knosa“
tbch (tabach) „slátra, drepa (menn)“
*by (tebeou) „þrýsta inn í, innsigla“
tnph (tenoph) „saurga, svívirða"
tphph (tepheph) „óviss gangur" (endurtekning á tph, sbr. ísl. tifa?)
1 * Framburður rótanna er táknaður innan sviga.