Eimreiðin - 01.04.1944, Page 52
116
SAGAN AF VALDA
líIMREIÐIN
loftinu uij^hverfis fuglsungann einliver örlítill annarlegur þefuri'
En hvað sein því nú leið: unginn var liinn brattasti og augun
skær og fjörleg, þrátt fyrir áverkattn. Faðirinn dæmdi honum Hf
og ákvað að hefjast lianda, og þetta var þægilegasti sjúklingur,
sýndi ekki snefil af ótta, kveinkaði sér hvergi, en tók þeim læknis-
aðgerðum, sem nú var farið að reyna, með þögn og þolinmæði.
Fyrst var sárið þvegið upp úr bórsýruvatni, síðan borin í það
græðandi smyrsl — öiinur meðöl voru ekki við liendina, og eng-
inn kom sér almennilega að því að snúa sér til læknis um lyf-
seðil. Að þessu afloknu var hinum særða séð fyrir næringu við
lians liæfi, flugur og mýflugur bornar fram, — öll fjölskyldan
var áður varði komin á flugnaveiðar, og svartþrastarunginn let
ekki ganga á eftir sér, en át með góðri lyst. Þegar liann þannig
liafði matazt um stund, var lionum borið vatn í krús og síðan
mjólk, og þáði liann Iivort tveggja, en að endingu voru fram-
reidd kirsiber, rifin í trefjar, — hann réði ekki við þau heih
Betri öllum öðrum kræsingum þóttu honum samt ánamaðkar,
ef þeir voru af hæfilegri stærð. Þá stóru treysti hann sér ekki
að svo stöddu til að innbyrða; þeir voru það eina, sem liann virt-
ist hafa hita í haldi af.
Þar sem svartþrastarunginn eins og nú stóðu sakir hlaut að
teljast til lieimilisfólksins og það jafnvel sem nokkurs konar
fóstursonur, varð ekki hjá því komizt að sjá honum fyrir sænu-
legri vistarveru. Fyrsta verk piltsins hafði verið að slá sanian
húri og innrétta það sem haganlegast, en ekki hafði svartþrast-
arunginn verið lengi í búrinu, þegar þeim kom saman um, fe"
lögunum, að það væri ósvinna að læsa fugla inni í búri, þeir væru
bornir til frjálsra og víðra heimkynna, liinir svifléttu vængn*
þeirra helguðu þeim landið allt og loftin blá.
Fyrstu næturnar var svartþrastarunganum vísað til herbergi*
lijá piltinum, bjargvætti sínum, en hann hafði ekki enn þá lært
það hreinlæti, er þykir ómissandi í húsum inni — og lærði það
reyndar aldrei; og þar sem liann eftir fyrstu deyfðardagana var
á einlægu lioppi og skoppi, en matarlystin endalaus og maginn
í bezta lagi, þótti liann ekki til Iangframa Iiæfur sem legunautur.
Hann varð að fá lierbergi, þar sem liann væri einn sér og gætl
haft sína hentisemi, og það fékk hann umsv ifalaust, Vesturher-
bergið — er svo var kallað — á efri hæð hússins var í skyndi