Eimreiðin - 01.04.1944, Qupperneq 73
eimreiðin
HÚN ELSKAÐI SVO MIKIÐ
137
lijarmans við prjónana. Og tunglið varp bleikföluin blæ á annan
vanga hennar.
„Hann er að skella á, Hildur, og gengur líklega í stórhríð“.
»Ekki er það ótrúlegt. Hér hefur ætíð verið hin mesta snjó-
kista“.
Meira fékk ég ekki út úr lienni togað að þessu sinni.
„Segðu mér eitthvað skemmtilegt, Hildur“, sagði ég uppörv-
andi, litlu síðar.
„Hvað ætti það svo sem að vera, drengur minn?“
„Eitthvað, sem á daga þína liefur drifið“.
„Það er flest gleymt, drengur minn. Ellin hefur séð fyrir því“.
„Hvað ertu þá gömul?“
„Ja, hvað lieldur þú, drengur minn?“ — Hún varð dálítið
l'ressari í bragði við spurninguna.
„Ég veit ekki.-------Um sextugt?“
„0, ég verð nú sjötug fyrsta sunnudag eftir trinitatis, ef ég
tóri“.
„Sjö tugi að baki! — Mér þykir þú bera þig vel“.
„Það fer nú nokkuð eftir því, hvernig á er litið“. — Hún þagn-
aði 0g starði um stund í glæðurnar, hugsi.
„Þér hefur þótt gaman að hjúkra, er ekki svo, Hildur?“
„Hu, ekki get ég sagt, að ég hafi haft gaman af að horfa upp
a Evalir þessara blessaðra aumingja“.
„Nei, — en ég átti eiginlega við, að gaman væri að geta linað
Þjáningar þeirra“.
„Ja-há, þd getur manni liðið mjög vel, oftast nær“.
„Þú munt hafa sérstaka ánægju af að hlynna að sjúkum, þar
sem þú gerir heimili þitt að sjúkrahúsi þjáðum að kostnaðar-
lausu“.
„Guði sé lof,að liann hefur gefið mér efni og heilsu til þess
a® geta það, Ekki verður líftryggingarfénu mannsins míns sáluga
etur varið.-----Ég fæ forsjóninni aldrei fullþakkað fyrir gest-
lna mína, drengur minn“.
„Og
ég fæ þér líklega seint fullþakkað, Hildur. Þú hefur
'erið mér ókunnugum sem bezta móðir. Með hönd þinni hefur
Pu oft strokið burtu illþolandi sársaukann. — Anzi gat liann
'erið bitur, annað veifið“.
þetta er ekki mikill sársauki, sem þú hefur mátt þola,