Eimreiðin - 01.04.1944, Síða 76
EIMREIÐIN
Um Pál Ólafsson, skáld.
Eftir Guðmund Jónsson jrá Húsey.
[Vestur-íslendingurinn Guð'mundur Jónsson frá Húsey í Tungulireppi,
Norður-Múlasýslu, hróðir Jóns heit. Jónssonar frá Sleðhrjót, fluttist vestur
um haf árið 1903 og liefur um langt skeið átt heima í „Vogar“ í Manitoba,
Kanada. Árið 1937 hirtist grein eftir liann hér í ritinu undir fyrirsögninni:
„Hvar var Hof í Hróarstungu?“ Hann hefur ritað fjölda greina um þjóðleg
fræði o. fl„ og hefur hirzt eftir hann ýmislegt, en fleira mun þó óbirt í
handriti. Vísast í þessu efni til formálsorða við fyrrnefnda grein lians í Eim-
reiðinni 1937. Ritstj. \
Páll Ólafsson skáld var í lægra lagi meðalmaður á hæð, en
þéttvaxinn og þreklega byggðm, nokkur lotinn í herðum, en
ekki til stórlýta. Hann var handsmár og fótsmár og að öllu leyti
liðlega vaxinn. Fjörlegur var hann og liðugur í hreyfingum,
en þó laus við tilgerð og yfirlæti. Hár og skegg hafði verið 1 jós-
leitt á yngri árum, að hann sagði, en dökknaði með aldrinum.
Á síðustu árum var hann aðeins farinn að hærast. Ég legg
ekki úl í að lýsa andlitsfalli lians, því það eru til allgóðar mynd-
ir af lionum frá ýmsum tímum. Þó er myndin, sem fylgir kvæð-
um lians, alltof alvarleg, því svo var liann ekki að jafnaði. Sér-
staklega man ég eftir eldinum í auguni hans, setn aldrei dofnaði,
þótt liann tæki hreytingum eftir geðbrigðum.
Þegar ég man fyrst eftir Páli, unt 1870, var hann talinn með
efnuðustu mönnum í Fljótsdalshéraði. Það voru leifar af Krossa-
víkurauðnum, sem liann fékk með Þórunni Pálsdóttur, fyrrt
konu sinni, sem þá var lifandi. Hún var mikilhæf kona og bu-
kona mikil, enda mun hún hafa átt allmikinn þátt í búsæld
hans á þeim árum, meðan heilsa lienmy leyfði. Páll var lienni
góður og umhyggjusamur og bar mikla virðingu fyrir lienni.
En liún var svo miklu eldri en liann, að þar gat varla verið um
fulkomna ást að ræða. Hún lézt 1880, eftir langvarandi lieilsu-
leysi. Sama ár kvæntist liann aftur, Ragnhildi Björnsdóttur Skúla-
sonar umboðsmaniis á Eyjólfsstöðum. Næsta ár þar á eftir hygg
ég, að hafi verið lians sælustu dagar, því liann unni lienni nijog-
Það var eins og hann yngdist um mörg ár við þá giftingu, enda