Eimreiðin - 01.04.1944, Qupperneq 82
146
UM l’ÁL ÓLAFSSON SKÁLD
13IMREIÐIN
sinni voru þeir á ferð og ég nieð þeim -— þá unglingur. — Þeir
gleymdu víst stundum, að ég var með og töluðu um sitt hvað,
sem ég átti víst ekki að heyra. Meðal annars minntust þeir a
bónda, sem nýlega hafði tekið fram hjá. „Já, þetta liefur nu
maður manni að segja,“ sagði faðir minn. Þá sagði Páll:
Þetta segja maður má
manni á degi hvurjum.
En þó við meyjum þreifum á,
þar að eigi spúVjum. —
Þessari vísu hélt víst enginn okkar á lofti af vissum ástæðum.
Einu sinni voru þeir á ferð á vetrardag, Páll og faðir rninn,
og sá þá út yfir sléttlendið á Héraðinu, sem kallað er Eyjar.
Þá sagði faðir minn: „Nú er hvítt að líta yfir Eyjarnar.“ Þa
sagði Páll:
Hvítt ér að líta á Eyjar út;
en á þær vildi’ ég dæmast,
ef ég bara ætti kút,
sem aldrei kynni að tæmast.
Það var einu sinni á síðustu árum Páls á Hallfreðarstöðum,
að hann kom út að Húsey um lieyskapartímann. Það var vist
fátt um hrífur hjá honum þá, svo liann vildi leita hjálpar hja
mér í þeim efnum. Ég var þá ekki lieiina, en hann vildi ekki
bíða og fór heim um kvöldið, en sendi mér orð um lirífurnar.
En þegar hann var á heimleið, mætti hann manni, sem hannhugð1
að væri í sörnu erindum; þótti honuin því vissara að árétta ho»
sína betur og skrifaði því þetta erindi á blað úr vasabók sinn1
og sendi mér:
Mundi, þii sér og þekkir nú
það allt, mitt lijarta biður.
Við hefilbekk þinn í hreinni trú
hjarta mitt krýpur niður.
Sálarlielg löngun sé þar mín
sívölu hrífusköptin þín
og hausarnir, hausasmiður.