Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 62

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 62
286 NÁGRANNAR EIMRBIÐIN sér. Auðvitað var hann Torfa sammála í því, að það væri smán að þurfa að leita á náðir annarra. Það hafði hann ætíð meint. En honum fannst eins og það væri ennþá meiri smán að liætta við það úr því sem komið var. Þess vegna bölvaði hann selnum, sem liafði komið eins og fjandinn úr sauðarleggnuin Torfa til hjálpar. En auðvitað var það ýmislegt annað, sem kom til greina. Þegar góðir vinir verða allt í einu að óvinum, kemur svo margt óút- reiknanlegt fyrir, og Oddi hafði gramizt það, að það var eins og ekkert gæti bugað bjartsýni Torfa. Það var svo sem ekkert nýtt, að þeir höfðu orðið ósammála, en þá liafði það venjulega verið út af einhverju smávegis, sem var til að, ja, sem þeir gátu svona þreifaS á og rutt úr vegi, en þetta, ja — þetta lá eittlivað dýpra. Hvað sem um þetta var, þá fann Oddur það, að lionvun leið illa. Og liann vissi með sjálfum sér að það þurfti að gerast eitt- hvað áður en allt gæti orðið eins og fyrr. Nokkrir dagar liðu. — Heima hjá Torfa lifðu allir í „vellyst- ingiun pragtuglega“. Þegar selkjötið var nærri búið, fór Torfi út á ísinn aftur, og fékk eins góða veiði og áður. Veðrið var golt, stillur og frost, og hafísinn hreyfði sig ekki. Hingað til hafði Torfi ætíð litið á hafísinn sem liinn voðalegasta erkióvin, er landið átti, en nú breytti liann um skoðun. Isinn var blátt áfram orðinn forðabiir hans. Hann sá fram á, að á meðan ísinn var landfa«tur, þurfti hann ekki að óttast nokkra neyð. Og svo kom vorið og þorskurinn! En hvílíkur reginfábjáni, Oddur, að notfæra sér ekki þetta! Oddur tók vel eftir öllu, sem fram fór hjá nágrannanum. Hann liafði í fyrstu vonað að þetta liapp lians liefð'i verið eitthvað einstakt, en er hann sá, að Torfi beinlínis moka&i matnum heim, meðan hánn sjálfur liálfsvelti, gnísti liann tönnum af reiði, og hann óskaði þess að hver einasti biti af selnum væri eitraður. Hann skyldi glaður hafa farið niður í sveitina lil að sækja lsekm handa Torfa. „Þú hefur þetta fyrir helvítis ekkisens sérvizkuna!“ sagði kona hans og var lieldur gustmikil. „Hér erum við að drepast meðan þú liengslast áfram og gerir ekki neitt. Heldurðu kanuske

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.