Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 60

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 60
284 NÁGRANNAR eimreiðin Torfi tók gömlu haglabyssuna sína niður af veggnum, tróS hleðslu í bæði hlaupin, sótti langa stöng, sem hann geymdi í skemmukofanum og lagði svo af stað út á liafísinn. Ferðin gekk ekki eins vel og Iiann bjóst við; ísinn var fullur af ótal örmjóum vökum, sumum breiðari en svo, að bann gæti stokkið yfir þær, svo að bann varð að fara í ótal krókum. Stundum var hann, þrátt fyrir alla gætni sína, nærri fallinn í vakir, sem aðeins var bylmað yfir og sáust því ekki. Hitt var lakara, að hann varð ekki var við eitt einasta lifandi kvikindi, svo að liann var að því kominn að snúa heimleiðis, þegar liann loks kom auga á dökkan depil á liæð í ísnum nokkurn spöl framundan. Hann hægði á sér og gekk í ótal krókum, en nálgaðist þó jafnt og þétl. Hjartað boppaði í brjósti lians, er hann sá að þessi dökka þúst var selur. Hann varð að nálgast selinn enn betur, til þess að vei;a alveg viss um að hitta. Hann tók af sér skóna og skreið á fjórum fótum þangað til liann áleit sig vera kominn nógu nærri. Svo miðaði hann byssunni, miðaði lengi eftir hausnum á selnum og — lileypti af. Það kom ógurlegur hvellur og reykjarmökkurinn blindaði hann nokkur augnablik, en er hann dreif frá, sá bann að selurinn eins og rykktist til nokkrum sinnum, svo lá hann grafkyrr. Hann skreið áfram á fjórum fótum með sjálfskeiðinginn sinn á milli tannanna, til þess að murka lífið alveg úr selnum, ef skotið hefði ekki gert útaf við hann. En til þess kom ekki. Selur- inn var steindauður. Nú var eftir að koma selskrokknum heim. Hann var allt of þungur til þess að hann gæti borið hann, og svo undarlegt sem það var, fann hann eittlivert magnleysi koma yfir sig við að sja allan þennan mat. Honum fannst liann eins og svífa í einhvers- konar sæludraumi. En Torfi liefði ekki búið þar sem liann bjó, ef hann hefði orðið ráðalaus í liverju sem að liöndum bar. Gæti hann ekki borið selskrokkinn heim, myndi hann geta dregið liann. Hanu batt stöngina við selinn og fékk dregið liann á stönginni eítu ísnum. Ferðin heim sóttist seint, svo að það var komið fram a morgun, er hann náði landi. Hann skihli selinn eftir í fjörunni? meðan hann skrapp heim eftir sláturhnífnum sínum. Þórunn kom á móti honum þrútin af gráti; hún hélt að hann væri dainm þegar lieimkoman drógst svo lengi, en grátur hennar breyttisl

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.