Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 77
eimreiðin
AUSTFIRZKAR SAGNIR III
301
á þessum tíma — hvorki ég né aðrir — að sækja út fyrir Tanga-
sporð, sem svo var orðað, en það er sporður Kolbeinstangans,
sem kauptúnið er byggt á.
Svo var það að liðnum þrem vikum eina nóttina, að draum-
maðurinn fór með mig aðeins rétt út fyrir svonefnt Húkksker
utan við Stórhólmann, sem er einn af hafnarhólmunum. Ég átti
þar síldarnetjakaðla liggjandi í sjó fast við skerið; var búinn að
taka upp netin sjálf, en kaðlarnir lágu þarna eftir. Á köðlunum
sá ég lianga fisk við fisk, og undraðist ég hvað það væri, sem hindi
fiskinn við kaðlana.
Þegar róið var um morguninn, var í uppgangi suðaustanrosi.
Mér þótti bæði ólíklegt að fá fisk þarna fast við skerið og óveiði-
mannlegt að leggja þar lóð. En frá því er að segja, að þann dag
fiskaði ekki nema einn bátur, svo teljandi væri — livorki ég né
aðrir, og ekki upp frá því um liaustið. Þessi eini bátur, sem fisk
fékk, var gerður út af Árna Jónssyni lækni. Formaðurinn liafði
orðið síðbúnastur til róðrar um morguninn og vegna rosans, sem
fór ört vaxandi, lét liann kasta lóðum sínum einmitt þarna við
skerið, þár sem kaðlarnir mínir lágu. Hann fékk þar mokfiski.
Oft hef ég á sjó farið þessi 50 ár, sem ég er búinn að vera á
Hámundarstöðum. Margt liefur mig dreymt á þeim tíma, en aldrei
hefur mér birzt draxunmaðurinn, sem vitjaði mín í Færeyinga-
skurnum á Vopnafirði. Ég get ekki varizt því að setja það í
samband við það, að ég brá af um tilvísun lians liina síðustu. —
Einskis er í að missa, þótt ég segi nú frá þessu, þar sem draum-
niaðurinn er mér fyrir löngu horfinn.