Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 76
300
AUSTFIRZKAR SAGNIR III
EIMRBIÐIN
HaustiS eftir aS ég settist að á Hámundarstöðum um vorið áður,
kom óvenju mikið fisk- og síldarlilaup inn á Vopnafjörð, og svo
hafði verið einnig liaustið áður. Það var 2. nóvember, að fyrst
varð vart við fiskgönguna. Efni átti ég smá til búskapar, og þar
sem ég bæði var vanur sjómennsku og liafði mikinn áhuga á sjó-
sókn, þótti mér einsætt að nota fisklilaup þetta. Ég útvegaði mér
því uppsátur lijá verzlunarstjóra Örum & Wulf á Vopnafirði og
fékk aðsetur í Færeyingaskúr, svokölluðum, á fjörubakkanum,
rétt utan við verzlunarhúsin. Ég get þess hér, þó að ég viti ekki,
hvort það hefur nokkra þýðingu fyrir frásögnina, að það var
háttur minn þarna í verbúðinni, þegar ég lagðist til náða á kvöld-
in, að láta liöfuðið nema við rúmbríkina. Það gerði ég til þess,
að heyra þá betur, eða vérða var við, ef bátur var lireyfður í
fjörunni, því einskis eftirbátur vildi ég vera í sjósókninni.
Strax fyrstu nóttina í Færeyingaskúrnum dreymdi mig — og
fannst það þó í rauninni vera fremur virkileiki en draumur —
að inn í búðina kom maður, svartklæddur, þekkilegur og vel bú-
inn. Ekkert orð talaði liann til mín, en mér fannst sem sjálfgefið,
að ég þyrfti að ganga út með'lionum, sem við og gjörðum. Fylgd-
ist ég með lionum niður í fjöruna, og það sem furðulegast var —
við gengum áfram rakleitt út á lygnan fjörðinn, sem væri hann
slétt grund. Þótti mér það að vísu dálítið kynlegt, en liafði þó
um það engin heilabrot. Þangað til gengum við, að ég sá — eða
þóttist sjá — mergð fiskjar í sjónum undir fótum mér, enda sá
allt til botns. Þegar ég liafði horft á þetta um stund og tekið
mið til lands, gengum við á sama liátt til baka; ég þóttist leggjast
fyrir í ból mitt, en maðurinn hvarf mér.
Um morguninn var mér þessi draumur, eða fyrirburður, í
fersku minni og ákvað að fylgja þeirri bendingu, sem mér fannst
í lionum felast. Lagði ég lóðir mínar þar, sem ég liafði séð fisk-
inn um nóttina. Þegar ég tók að draga, var fiskur á hverjum
öngli, svo að ég meir en fyllti hátinn og varð að liafa á seil til
þess að koma öllum fiskinum á land. Þess verður þó að geta, að
allir bátar fiskuðu vel, en ég þó mest.
Það er svo ekki að orðlengja, að þetta endurtók sig á hverri
nóttu og degi, — draummaðurinn á nóttunni og mokfiski á dag-
inn, þar sem ég lagði lóðir mínar að tilvísun draumanna. Ekki
var það alltaf á sama staðnum, sem ég sá fiskinn. En aldrei þurfti