Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 79
eimreiðin
ÖRLÖG MANNSBARNSINS
303
blænum. Svo man hún allt í einu eftir því, að hún hefur komið
auga á fallegan fífil og að liana vantar meiri blóm — og valtrar
enn á stuttum fótum út í móann, dettur og skríður svo það, sem
eftir er leiðarinnar, fram og aftur, skríkjandi með gult blómið, á
leikstað sinn. Hún er farin að finna, að þýfið er ekki sem heppi-
legast til gagns fyrir hana. Svo byrjar liún aftur að rísla sér við
blómin og skeljarnar. Yfir öllu er önn dagsins, önn leiksins mitt
í hvíld og friði náttúrunnar. Og sólin vermir lífsins börn og
þeirra inni.
Þetta er ein af þeim myndum, þegar mannlífið virðist óháð
8jálfu sér, tilgangur þess sami og náttúrunnar í hvíld, aðeins skvld-
Ur sól, sumarþey og bláum sjó, grænu grasi Og blómum, leik og
æsku og lífi, hinu víðfeðina, ldjóða umhverfi. En það eru til
fleiri menn en litla telpan í hlaðvarpanum og gamli maðurinn
bak við kotið. Og þau tvö ráða ekki örlögum sínum fremur en
hlóm sumarsins.
Litle telpan á engan að, eins og fólk segir. Hún er tökubarn
gomlu lijónanna í kotinu á nesinu og var því aðeins velkomin þar,
að með henni væri gefið; ekki höfðu þau görnlu úr of miklu að
moða. Og þ au líta á liana í samræmi við þessar staðrevndir. Eða
oiyndi annars barni á hennar aldri vera sleppt einu við kletta og
sjó? Konan í kotinu lætur ekki einu sinni svo lítið að gá út við
°g við’ og vita livað telpunni líður. Hún liefur nóg að sýsla inni.
Hún er að liita þeim lijónum kaffisopa.
kósturforeldrarnir eru ekki vond við telpuna, síður en svo. Þau
hafa líka átt börn sjálf, börn sem einnig voru lítil endur fvrir
lóngu. Og þau muna enn eftir þeim, finnst alltaf eins og liálf-
yiðkunnanlegt að hafa svona sináverur í bænum. En í aðra röndina
er eins og hún komi þeim ekkert við, og í rauninni er það svo: hún
keinur engum við nema sólinni, blómunum og bárunum bláu
þessa stundina. Nii er hún þar sem hún á lieima, með þeim, sem
Lún verður ætíð skyldust, þeim einu, sem unnu henni í þessum
Leimi.
Hún var eitt af þeim börnum, sem fæðast án þess að þeirra sé
i*eðið með eftirvæntingu og tillilökkun. Hennar var beðið með
otta og áhyggjum. Hún var dóttir vinnukonu einnar, sem var á