Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 80
304
ÖRLOG MANNSBARNSINS
EIMREIÐIN
vist þar í sveitinni og átti þegar barn fyrir, er hún liafði nteð sér.
Og hún gat ekki unnið fyrir þeim tveimur. Faðirinn, sem var
kvæntur maður, átti fjölda barna; það var aðeins einn kostur
fyrir hendi: Jireppurinn. Svo litla stúlkan var raunverulega komin
á sveitina, áður en hún fæddist.
Hún vissi ekkert urn það, að liún væri á sveitinni, þar sem hún
skreið í grænu túnþýfinu og týndi sér blóm, né lieldur að neitt
væri til, sem liéti því nafni, enn síður að það væri liugtak, sem
flestir hinna fullorðnu óttuðust alveg takmarkalaust.
1 mannheimum er oft rnikið um það rætt, hve liryggilegt það sé
að vera einmana og einstæðingur. Mennirnir segja svo margt og
meina oft svo fátt. Og livað litlu stúlkuna snerti, skjátlaðist þeim
algerlega. Hún liafði allan þann félagsskap sem liún þurfti, að
minnsta kosti þar sem hún sat nú. Hún hafði aldrei séð annað
harn, liafði yfirleitt ekki hugmynd um, að nokkur önnur smávera
sem hún væri til. Og hún var nýbúin að kynnast því, sem hún
undi sér við, því þetta var fyrsta sumarið, sem liún þekkti, og
fyrr hafði liún ekki skynjað þær kynjaverur, sem nú styttu henni
stundirnar, — skeljar, blóm, blæ og bjartar bárur.
Hún liafði dafnað furðanlega eftir aðstæðum. Gömlu hjónin
áttu kú, og liún bjargaði lífi telpunnar fyrsta veturinn, því mjólk-
in liennar var það eina í kotinu, sem fætt gat svo ungan munn.
En að vetri myndi engin kýr verða. Hún fékk í sig einhverja pest
^iemma sumars og var lógað. Góð kona af næsta bæ liafði oft
síðan skotið mjólkurflösku heim í kotið. Og smámeyjan hélt áfrain
að dafna jafnt og þétt.
Allir nienn eiga sumar í ævi sinni, livort sem þeim er tekið
tveim liönduin, þegar þeir fæðast í lieiminn, eða enginn vill af
þeim vita. Og Jiað er og verður stöðug spurning, hverra sunuir
eru dýrðlegri. Litla stúlkan í kotinu á nesinu svaf vært og draum-
laust. Snemnia morguns vakti sólin hana, því þetta var eimnuna
gott sumar. Þá sjaldan rigndi, var litla stúlkan stúrin og gr®*
stundum, eins og grátið er, Jiegar þráður vinur bregst. En svo
kom 8Ólin aftur og bros í stað tára. Þannig leið sumarið. Svo gekk
veturinn í garð. Og ha'nn var eins kaldur og liarður og sumarið
hafði verið hlítt. Stórhríðar og ófærð, meira að segja svo mikib