Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 23
EIMRmitvlN
REGNBOGINN
247
á baðstofumæninum í Holtakoti og gelti þessi ósköp. Hann var
dimmur og grófur í máli, þessi hundur. Skyldi liann nú koma
og svo einhver kannske fara að gá að því, liver væri þarna á ferð-
inni? Þar krafsaði hann nú löppunum ofan í mæninn! Gunna
litla leit á ný fram til dalsins og svo hentist liún á sprett. Braðum,
bráðum slyppi hún fram fyrir hrygginn. Svona, svona, nu mundi
hún rétt að segja vera horfin. Bíðum við. Svolítill sprettur enn.
Þar var lmn nú sloppin. Hún leit við. Það sást enginn lmndur,
enginn baðstofumænir, og geltið, það var orðið að dræmu og
letilegu bopsi. Nei, liann Surtur gamli í Holtakoti, hann nennti
ekki niður af baðstofunni til þessa að elta eina litla telpu . ■ •
Kannske hann líka væri svona góður, greyið. Og svo þaut liun
enn af stað.
Þegar hún var komin fram á flatirnar neðan við bæinn a
Brekku, tók hún allt í einu eftir því, að það stirndi á ána, sem
vatt sér í lygnum og djúpum bug fram lijá grónu nesinu. Það var
eins og í mesta snatri liefði verið lögð brú úr lýsigulli ævintýranna
nulli hárra og bliknaðra bakkanna. Sólin, sólin, og sko. Begn
boginn! Hún stóð grafkyrr, lítil telpa á morgni lífsins framnu
fyrir ævintýri tilverunnar . . . En bráðum .. . bráðum gengi sólin
undir Arnartindinn, — og hvað svo? Þegar sólin var sigin, þá . ..
þá . . . Og grannir fæturnir fóru af stað, tifuðu og tifuðu ótt og
títt. Fram á Brekkuleitið komst liún, og nú styttist óðum . .. og
þó —• hann sýndist ekki nærri eins nálægt, regnboginn, eins og
hún liafði búizt við að liann yrði, þegar hún væri komin þarna
fram á leitið. Sannarlega varð hún að flýta sér. Sko, sólin átti
ekki eftir nema stuttan spöl að Arnartindinum!
En þegar hún sneri sér við, var það ekki bara regnboginn,
sem vakti atbygli liennar. Þarna komu tveir strákar hlaupandi,
strákarnir á Brekku. Þeir liöfðu nokkrum sinnum verið sendir
inn að Felli til þess að spyrja að kindum, og einu sinni liafði
hún séð þá við kirkju í Múla. Annar stefndi nokkru neðar en
hún stóð, hinn talsvert ofar. Voru þeir að elta hana eða
hvað? Þeir höguðu sér eins og þegar verið var að hlaupa fvrir
8tygga kind. Hún skalf og nötraði. Þetta voru stórir og sterkir
strákar. Hún mundi ekki geta lilaupið þá af sér. Nú beygðu þeir
f áttina til bennar. Þeir voru báðir berliöfðaðir, og hárið, rautt
°g þvkkt, flaksaðist út í loftið, eins og fax á ótemjum Nú stönz-