Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 56
EIMREIÐIN
Nágrannar.
Smásaga eftir Jón Björnsson.
(Höfundur eftirfarandi smásögu, Jón Bjiirns-
son frá Holti á Síð'u, dvaldi styrjaldarárin
í Danmörku, og liafa þar komið út nokkrar
skáldsögur eftir hann. Meðal þeirra er „Kongen*
Ven“, sem nú er að koma út á íslenzku.
Ritstj.)■
Nokkru eftir miðja síðnstu öld bjuggu tveir bændur -— Oddur
og Torfi hétu þeir — í vík einni á norðvesturhjara landsins.
Bæirnir þeirra stóðu á mjórri undirlendisræmu undir hárri og
hrikalegri fjallshlíð. Hamrabeltin slúttu yfir víkina á þrjá vegu,
svo að bæirnir voru oftast í skugga þeirra, nema á þeirn tíma
árs, er dagurinn var lengstur, því þá gátu þeir notið miðnælur-
sólarinnar.
Það var tæplega mögulegt að liugsa sér ömurlegra utnliverfi
en þessa vík. Fjöllin voru ókleif nema á einum stað niðri við
sjóinn. Þar var örmjótt einstigi, sem þó aðeins var fært unt
fjöru. Öll skipti við umheiminn urðu því að fara fram sjóleiðts-
En þar var þó sá hængur á, að víkin var svo lítil, að næstum
ekkert afdrep var þar fyrir briminu. Það var því tiltölulega
sjaldan að á sjó gaf. Það var því óheppilegra, þar sem sjósókn
var aðalatvinnuvegur bændanna. Hinar örfáu kindur þeirra gengu
úti í hamrabeltinu, jafnt vetur sem sumar. Hvorugur bændanna
átti kýr, enda liefði það litla þýðingu haft, þar sem graslendt
var svo lílið, að vonlaust hefði verið að fá nægilegt hey handa
þeini.
Oddur og Torfi liöfðu búið í mörg ár í þessari vík. Þeir höfðu
Jón Björnsson.