Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 91
etmreiðin
RITSJÁ
315
bessi bókmenntaiðja, og mætti hann
fijarna gera meira í þeirri grein.
Hitt er annað mál, að margt í bók-
inni er lítill skáldskapur, en því
verður að tjalda, sem til er, enda er
mest um vert, að sæmileg mynd fáist
af þessu tímabili. Má auðvitað enda-
laust deila um, hvaða ljóð skuli taka
og hver ekki, og ennfremur livaða
skáld skuli tekin og hverjum hafnað.
Ég saknaði þarna meðal annars Árna
Eyjarfjarðarskálds, sem margt fram-
bærilegt er eftir. Safnandinn fellir
allmikið úr kvæðum, og finnst mér
hann þar stundum helzt til djarfur,
og varlega skyldi farið í að limlesta
kvæði. Verst er, að liann getur þess
ekki alltaf. f Bernótusrímum eftir
Magnús Jónsson1) skellir liann þrem-
or vísuin saman, sinni úr liverri
rnnu, eins og samstæðar væru.
Réttast tel ég að halda sig við
bið opinbera föðurnafn hans. (í bók-
■nni er hann nefndur Magnússon).
Eaðir lians var Jón Miðfjarðarskáld,
sonur Þorsteins Miðfjarðarskálds,
Arnfinnssonar. Samkvæmt formála
Bernótusrímna á hann að vera sonur
Magnúss Pálssonar Vídalíns, en engin
rök höfum vér fyrir þcssu nú nema
sögri hans sjálfs, og er hæpið á því
að byggja. Sumir vilja eigna sér göf-
'■gra faðerni en þcir eiga (sbr. Símon
Ualaskáld), og alþýðan er óspör að
gcra kotungssoninn að konungssyni,
ef hann er gáfaður eða skáld. Annars
virðist Magnús liafa verið á þönum
eftir tignu faflerni, og er liann eltist,
sýnÍ8t hann liafa látið sér Jónsnafnið
vel líka, ef marka má Samtíning sr.
Eriðriks Eggerz (Lbs. 2005, 4to, bls.
264), en talið sig þá son Jóns Ólafs-
sonar varalöginanns. Hagmælskunnar
þarf ekki lengra að leita en til föður
°g afa.
Það getur orkað tvímælis, hvort
taka skal þýðingar úr útlendu máli.
Útgefandinn hefur hnigið að því ráði,
og lield ég það rétt, eins og þá stóð
á um skáldskapinn í landinu, þar
sem lika seinni ljóðagerð á þýðing-
unum mikið upp að inna.
Ég liafði ánægju af að lesa bókina,
og er hún góð tilbreyting frá þeim
„obscurantismus“, sem sum nýtízku-
skáldin temja sér á landi liér, þar
sem þeir yrkja í óljósum orðum og
setningum, sem á víst að tákna ein-
hverja skáldlega dulúð, sem ekkert
virðist liggja bak við nema tómið eitt.
Jóhann Sveinsson.
Einar M. Jónsson: BRIM Á SKEIIJ-
VM. LjóS. Rvík, 1946. (Vikinps-
útgájan).
Fyrri ljóðabók Einars M. Jónsson-
ar, AS morgni, hlaut almenna liylli,
ojt eins hygg ég að fara muni um
þessa. Skáldskapurinn er að vísu ekki
stórfenglegur, en liann er ljúfur og
þýður, rómantískur og fagur og ber
þess lítt nierki, að vera eftir sjúkan
mann, því að fátt er þar um kvein-
stafi eða kvartanir. Kvæðin eru senni-
lega nokkuð misgömul, og sést á
þeim, að liöf. hefur verið að þrosk-
ast, eftir því sem árin liðu, og gegnir
furðu rósemi sú og lieiðríkja hugáns,
sem hann liefur öðlazt við sína dap-
urlegu lífsreynslu. Aftan til í bókinni
eru nokkrar snoturlegar þýðingar á
kvæðum úr „Gluntarne“, eftir Gunnar
Wennerberg.
Jakob Jóh. Smári.
VÍSNABÓKIN. Rvík 1946.(HlaSbúS).
Góð hugmynd liggur til grundvall-
ar fyrir útkomu þessarar bókar: að
safna í eitt nokkrum vinsælustu vís-
unum og þulunum úr íslenzkum al-