Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 53

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 53
eimreiðin TVEIR ENSKIR HÖFUNDAR 277 hans, var á æskuárum hans með meiri öræfa- og auðnarbrag en nú, því á síðustu áratugum hefur svo að segj^ öllu landi ]>ar umhverfis verið breytt í blómlega akra og engi, þar sem ekki eru skógar. Þetta er friðsælt laud, ekki mikilfenglegt, en fagurt, grænir skógar, niðandi lindir og ljúfir dalir með lágvöxnum hæðum á milli: sannnefnt sveitasælu-hérað. Hardy hefur í einni skáldsagna sinna lýst heiðakyrrð og einverukennd þessa héraðs °g geðblær þess er einkenni á öllum lians verkum. Frá Wessex, átthögum Tómasar Hardy. Það er eittlivað dularfullt og ótímabundið við sögur Hardys. Persónurnar eiga við allar aldir, umvafðar ævintýrablæ og mána- skini myrkra nátta. Örlög þeirra eru oft undarleg og verða livorki skýrð né skilin að venjulegum leiðum. Þau eiga sér djúpar rætur aftur í öldum. Lögmál náttúrunnar verða ekki skilin né skýrð til hlítar af dauðlegum mönnum. Maðurinn stendur andspænis öfl- 11 m, sem hann ræður ekki við. Sjálfir guðirnir svara stundum sorgum lians og örvæntingu með kuldahlátri, en þó er það mann- úðin og ástin til alls, er lifir, sem er sterkasti þátturinn í lífsskoðun 8káldsins eins og hún birtist í sögum hans. J homas Hardy lézt árið 1928. Á íslenzku liefur ein bóka

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.