Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 68
EIMREIÐIN
Þegar ég bauð mig fram
±il þings.
Eftir Grétar Fells.
I.
Maður er nefndur Halldór Jónasson,
stundum kenndur við Eiða í Fljótsdals-
liéraði. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur
maður og að verðleikum mikils metinn
af öllum þeim, sem þekkja hann vel.
Valda því bæði skennntilegar og frum-
legar gáfur hans og heilsteypt og göfug
skapgerð. Kunnastur er Halldór fyrir
kenningar sínar um þjóðfélagsmál. Hefur
hann gert grein fyrir þeim bæði í blöðum
og tímaritum og einnig í bók, er liann
nefndi „Þjóðríkið“ og kom út árið 1942.
Táknrænt var það fyrir stjórnmálaþroska og víðsýni Islendinga
um þær mundir, er bókin kom út, að ekkert flokksblaðanna gat
um hana einu orði. — Kjarninn í kenningum Halldórs um þjóo-
félagsmál er kenning lians um þjóðina sem kerfisbundna lífheild
(„organisma"), er að vísu sé samsett af ólíkum hlutum, en nauð-
synlegt sé, að þessir ólíku lilutar séu samvirkir, og sé því þörf a
ólilutdrægum úrskurðaraðila, er vaki yfir liinni þjóðlegu einingn
og sjónarmiðum heildarinnar, standi á verði gegn öfgafullri sér-
hagsmunastreitu og sundurlyndi flokka og einstaklinga og sam-
stefni kröftum þeirra að sameiginlegu marki, sem auðvitað er
fyrst og fremst heill og liamingja þjóðarheildarinnar. Þennan
einingarvörð, er svo inætti nefna, liyggst Halldór að skapa með þvl
að gera efri deild Alþingis að raunverulegri þjóödeild, er kosið
sé til með sérstökum liætti, þannig að tryggt sé, eftir því sem unnt
er, að þangað veljist menn, er séu fulltrúar þjóðarinnar allrar,
algjörlega óliáðir flokkuin og stéttum. Halldór telur, að inn 1
þjóðfélagsmál og stjórnmál vanti þá meginreglu réttarfars-
ins, að saman fari sókn og vörn, en því næst komi til úrskurður
Grétar Fells.