Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 18
242 REGNBOGINN eimreiðin — Æijá. Og Gumia litla fleygði frá sér prjónunum sínum, hálfprjónuðum Flandraravettling, spratt upp, þreif skemil og setti liann fyrir framan hnén á gömlu konunni. Svo tyllti hún sér á hann, tólf ára stúlkan, eða freklega það, studdi liendi undir hökuna og liorfði á hana ömmu sína. Gamla konan leit á nöfnu sína, strauk henni um vangann og sagði: — Augun hennar móður minnar, þú liefur þau, blessuð rjúpan. —- Það segja allir, að ég hafi augun þín, amma mín. — Mín, o, sei, sei. Augnagónurnar mínar liafa nú víst aldrei verið eins bjartar og himinljósin þín. Maður vissi ekki og veit ekki enn, liverju liann Friðrik Jónsson hefur gengizt fyrir —- nema ef vera skyldi hárið, sem einu sinni átti sinn ljóma . . ■ En livað er ég að kjá við forgengileikann og liismið, gömul manneskjan? Það er bezt ég komi mér að því að byrja á sögu- korninu, lambið mitt og ljúfan. Nú lagð’i Gunna litla handleggina um hálsinn á þeirri gömlu og stakk höfðinu í hálsakotið á henni. — Hnu, hnu, hnu, kurraði í þeirri gömlu. Svo studdi Gunna litla á nýjan leik liendi undir kinn, og gamla konan lagaði á sér gráan skýluklútinn og skaut inn undir hann livítum liárlokkum. — Það var einu sinni, lambið mitt, þegar liann faðir minn bjó á Bjarnarstöðum, að hann var að byggja sér hlöðu. Þegar hann ætlaði að fara að reisa og var búinn að fletta öllum reka- drumbunum, sá hann það, að liann mundi vanta í tvær sperr- urnar. Hann hafði haldið sig eiga nóg, blessaður fuglinn, en þessi varð nú reyndin. Ojá. Það var langt í liöndlunina og eins til Odds á Breiðabóli, afa þess Odds, sem þar býr nú, en sá átti nógan viðinn, sótti á hverju vori norður á Strandir, því þar átti hann jörð. Nú, þetta var ekki á rekatíma, svo ekki var gott í efm fyrir föður mínum sálaða. Svo var það, að þegar liann faðir minn stóð þarna í ráðaleysi út af því ama, þá varð honum litið inn í hlíðina. Og livað held- urðu, barn, að hann sjái? Hvað nema liimneskan friðarboga? rétt fyrir innan túnfótinn. Þú getur nú getið þér nærri um það, hvort liann faðir minn hefur ekki tekið á sprettinn. Hann var kvikur á fæti, maðurinn sá. Það var liann allt fram í andlátið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.