Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 18

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 18
242 REGNBOGINN eimreiðin — Æijá. Og Gumia litla fleygði frá sér prjónunum sínum, hálfprjónuðum Flandraravettling, spratt upp, þreif skemil og setti liann fyrir framan hnén á gömlu konunni. Svo tyllti hún sér á hann, tólf ára stúlkan, eða freklega það, studdi liendi undir hökuna og liorfði á hana ömmu sína. Gamla konan leit á nöfnu sína, strauk henni um vangann og sagði: — Augun hennar móður minnar, þú liefur þau, blessuð rjúpan. —- Það segja allir, að ég hafi augun þín, amma mín. — Mín, o, sei, sei. Augnagónurnar mínar liafa nú víst aldrei verið eins bjartar og himinljósin þín. Maður vissi ekki og veit ekki enn, liverju liann Friðrik Jónsson hefur gengizt fyrir —- nema ef vera skyldi hárið, sem einu sinni átti sinn ljóma . . ■ En livað er ég að kjá við forgengileikann og liismið, gömul manneskjan? Það er bezt ég komi mér að því að byrja á sögu- korninu, lambið mitt og ljúfan. Nú lagð’i Gunna litla handleggina um hálsinn á þeirri gömlu og stakk höfðinu í hálsakotið á henni. — Hnu, hnu, hnu, kurraði í þeirri gömlu. Svo studdi Gunna litla á nýjan leik liendi undir kinn, og gamla konan lagaði á sér gráan skýluklútinn og skaut inn undir hann livítum liárlokkum. — Það var einu sinni, lambið mitt, þegar liann faðir minn bjó á Bjarnarstöðum, að hann var að byggja sér hlöðu. Þegar hann ætlaði að fara að reisa og var búinn að fletta öllum reka- drumbunum, sá hann það, að liann mundi vanta í tvær sperr- urnar. Hann hafði haldið sig eiga nóg, blessaður fuglinn, en þessi varð nú reyndin. Ojá. Það var langt í liöndlunina og eins til Odds á Breiðabóli, afa þess Odds, sem þar býr nú, en sá átti nógan viðinn, sótti á hverju vori norður á Strandir, því þar átti hann jörð. Nú, þetta var ekki á rekatíma, svo ekki var gott í efm fyrir föður mínum sálaða. Svo var það, að þegar liann faðir minn stóð þarna í ráðaleysi út af því ama, þá varð honum litið inn í hlíðina. Og livað held- urðu, barn, að hann sjái? Hvað nema liimneskan friðarboga? rétt fyrir innan túnfótinn. Þú getur nú getið þér nærri um það, hvort liann faðir minn hefur ekki tekið á sprettinn. Hann var kvikur á fæti, maðurinn sá. Það var liann allt fram í andlátið,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.