Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 81
eimreiðin
ÖRLÖG MANNSBARNSINS
305
að ekki varS komizt bæja á milli dögum saman. Og þá kom góða
konan engri mjólk í kotið á nesinu, og allt annað var þar af
skornum skammti.
Gömlu hjónin voru orðin skortinum vön. Þau höfðu staðið í
skugga hans og barizt við hann alla sína ævi. En nýgræðingurinn
getur ekki lifað í frostum og liarðviðrum. Það gekk báglega að
halda kotinu heitu, það var ekki skjóllegt lnis. Það snjóaði inn
um rifur, og súðina hrímaði, svellkúlur voru á moldargólfinu.
Og litla telpan liætti að þroskast, hún lagði stöðugt af og fölnaði
eins og blómin á haustin.
Húshændur liennar gáfu því ekki mikinn gaum. Þau voru
orðin sljó og hirðulítil. Þeim fannst allt getað draslað eins og
það var. Og þau áttuðu sig ekki fyrr en barnið var orðið fárveikt
einn dag á útmánuðum, þegar skammt var að bíða vorsins. En
vorið vildi ekki koma, kafsnjór var yfir öllu, kotið nærri fennt,
sjórinn svarblár og ógnandi, og brimið þrumaði við nesið, henti
steinum og möl inn á túnskækilinn.
Og gömlu lijónin áttuðu sig lieldur ekki á því, live mikið veikt
barnið var. Þau sögðu sín á milli, að þetta væri hitavella og
ekkert annað við henni að gera en að liggja liana úr sér. En
rúniið litlu telpunnar var eins skjóllaust og allt annað í kotinu,
því úti þrumaði stormurinn í sífellu, leitaði uppi hverja snuigu
°g blés þar inn næðingi.
Einn morguninn var litla telpan dáin. Hún dó eins og liún
lifði, án þess að verða nokkrum til armæðu og ama. Hún var
aldrei neinsstaðar fyrir, nema lielzt áður en hún fæddist og um
það bil. Það þurfti að vísu að smíða lienni kistustokk og taka
lienni gröf, en það var fúslega gert, því mennirnir bera miklu
meiri virðingu fyrir dauðanmn en lífinu.
Það er alltaf talað um alla, þegar þeir deyja, en þó hafði verið
rætt meira um litlu telpuna þegar lmn fæddist, sem er óvenju-
^egt. Þegar fregnin um lát liennar harst út, var henni tekið tóm-
lega, nema af þeim, sem fannst þar byrði létt af sveitarfélaginu.
Svo gleymdist það fyrr en varði, að hún liafði nokkurn tíma
verið til.
^ólin, blærinn og hlómin dvelja enn á litla nesinu, þegar sum-
arið hefur lialdið innreið sína. Og enginn veit, nema þau sakni
20