Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 22
102
HJÓLIÐ SNÝST
EIMREIÐIN
Stendur ei ennþá yfir lýftsins hálsi
ófyrirleitni og kúgun brallarccns?
Hvort mun þá aldrei, aldrei andinn frjálsi
óhaóur gullnum hlekkjum loddarans?
Áróóurskvörnin markviss Mammon völdin
malar í djöfuls nafni þrœlagjöldin.
Risu ei öfgar óbilgirni og svika
upp, þar til svikamylnan reyndist virk?
Smaug ekki undirhyggjan alla krika,
eyddi áð baki varaliösins styrk?
Skaut ei aö lokum launmoröingjans hendi
landráöafleini þeim, sem geigs ei kenndi?
Miklu er lofdö, léttast er afí tala,
lifir ei heimurinn í þeirri trú?
Hálfshugarfóstur leika lausum hala,
leggja á bló'Ssins elfu skyndibrú.
Heimurinn bífíur, hugir milljónanna
hugstola reika vegu þjáninganna.
Hver veröur efndin, hrópar heimur þjáSur?
Hismi eSa kjarni, brauókorn eóa hrat?
Hver veróur lausnin? Söm og einatt aöur,
umskiftin nýleg bót á gamalt fat?
Úrbótin sigur undirhyggindanna?
íkveikjan sama: Misrœmd lífskjaranna?
Eöa má vœnta nýrra himinhárra
hugsjóna, er lyfta rétti öreigans?
Þar sem að ei er villtur valdi fárra
vitfirrtra manna sigur kœrleikans?
Þar sem að allra líf er allra gróöi,
upphaf aS nýrra tíma fórnarsjóöi?
j