Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 79
eimreiðin
159
SÝN
nóg að þú veitir mér blessun
þína. Þú verður að fullkomna
hamingju okkar með því að
taka með þessum þínum heil-
ögu höndum á móti eiginmanni
mínum einnig inn á heimili þitt.
Leyf mér að leiða hann fyrir
l5ig“.
„Já, fylgdu honum inn til
niín“, svaraði ég.
örfá augnablik liðu, og svo
heyrði ég fótatak, sem ég kann-
aðist vel við — og rödd, sem
sagði: „Kumó, hvemig líður
þér?“
Ég hrökk við um leið og ég
hneigði mig og hrópaði:
„Dada!“
Hemangini fór að lilæja og
sagði:
„Þú kallar hann ennþá eldri
hróður þinn, en þá vitleysu
skaltu ekki gera lengur! Kall-
aðu hann yngri bróður þinn og
stríddu honum eins og hann
á skilið, því hann hefur gengið
að eiga mig, yngri systur þína“.
Þá skildi ég loks, hvað gerzt
hafði. Maðurinn minn hafði
ekki framið syndina hræðilegu.
Hann hafði verið frelsaður frá
því ódæði.
Ég vissi, að Dada hafði ákveð-
ið að kvænast aldrei. Og þar
sem móðir okkar var dáin, var
ekki um neina ósk að ræða frá
þeirri hlið, til þess að fá hann
ofan af þessu áformi sínu. En
ég, systir hans, liafði í neyð
minni orðið til þess, að honum
snerist hugur. Hann hafði
kvongazt til þess að bjarga mér.
Gleðitárin runnu niður kinn-
ar mínar, án þess ég gæti að
því gert. Dada strauk liár mitt
mjúklega, og Hemangini vafði
mig örmum í fögnuði sínum.
Um kvöldið lá ég vakandi í
rúmi mínu og beið komu eig-
inmanns míns, í ákafri eftir-
væntingu, langt fram á nótt. Ég
átti erfitt með að gera mér grein
fyrir, hvemig hann myndi taka
vonbrigðum sínum og þeirri
niðurlægingu, sem hann hafði
orðið fyrir svo óvænt.
Það var komið langt fram
yfir miðnætti, þegar dyrnar að
herbergi mínu voru loks opn-
aðar, hægt og hljóðlega. Ég reis
upp í rúminu og hlustaði. Þetta
var fótatak mannsins míns.
Hjartað sló ákaft í brjósti mér,
þegar hann gekk að rúminu og
tók í hönd mína.
„Bróðir þinn hefur bjargað
mér frá glötun“, sagði hann.
„Ég hrapaði stöðugt dýpra og
dýpra, í augnabliks vitfirringu.
Ég var blindaður orðinn, og
mér virtust öll sund lokuð. Guð
einn veit, live þv-'": mér var
í huga daginn seui ég lagði af
stað með fljótsbátnum. Storm-