Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 67
EIMREIÐIN AFREKSKONA 147 ur fór þá til vandalausra. Vann hún fyrir sér á ýmsum heimilum um nokkurra ára 6keið. Þótti hún geðþekk og myndarleg til allra starfa, en helzt mun hugur hennar hafa hneigzt til bóklegra fræða. I þá daga var ekki venja á alþýðulieimilum, að unglingar sætu á skólabekk, og allra sízt 6túlkur. Hafði henni því ekki verið kennt annað en leetur og kristin fræði undir fermingu. Sökum þees, að námsþrá hennar og gáfur voru óvenju miklar, liafði hún þó einnig af sjálfsdáðum lært að skrifa. Til þess notaði hún penna, fjöðurstaf og sótblek. Stafróf hafði afi hennar gefið lienni. Sagðist hún þá oft hafa setið fram eftir á kvöldin í gluggakist- unni í litlu baðstofunni, þegar tunglsljós var úti, og æft sig í að draga til stafs. Einnig mun hún snemma hafa lagt stund á lestur þeirra góðu bóka, sem kostur var á, enda kom það í Ijós síðar, að hún var ein af þessum ágætu, sjálfmenntuðu sveita- konum. 1 æsku var hún mjög fríð sýnum, og persónuleiki liennar óx með árunum. Árið 1883 fluttist Þuríður að Arnkelsgerði í Vallahreppi og giftist það sama ár Nikulási Guðmundssyni, bónda þar. Tók hún þegar í stað við liúsfreyjustarfi heimilisins, en Nikulás hafði Um nokkur ár búið þar með móður sinni. Heimilið í Amkelsgerði var framan af fjölmennt, eins og títt var um sveitaheimili á þeim tímum. Þá gengu allir í heima- unnum fatnaði. Þurfti því húsmóðirin um margt að sjá, og mikið þurfti að vinna innan bæjar, bæði að tóskap, vefnaði og fata- sanm. Lét hún vinnukonurnar skiptast á um eldliúsverk og mat- reiðslustörf, en gaf sig sjálf meira að iðnaði heimilisins. Sneið hún og saumaði alls konar fatnað. Peysuföt tók hún og saumaði fyrir konur út í frá. Hefur það alla jafnan þótt mesta vanda- verk, svo vel færi. öll tóvinna hennar þótti skara fram úr, enda uiun sú kona, sem bezt er að sér í tóvinnu nú á Fljótsdalshéraði, vera fósturdóttir hennar. Nikulás bóndi varð snemma oddviti Vallahrepps og gegndi því starfi í 30 ár. Hann þótti glaðvær tnaður, vel að sér í fornum fræðum og hagyrðingur góður. Það var siður í Amkelsgerði, sem og víðar annarsstaðar, meðan fjölmennt var á heimilum, að lesa upphátt kvöldvökur, heima- fólki til skemmtunar. Las þá húsbóndinn venjulega úr Islend- ingasögum eða eitthvað fomt. Húsmóðirin, aftur á móti, hneigð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.