Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 71
eimreiðin AFREKSKONA 151 manns dyr. En hestarnir voru það farartæki, sem treysta varð á, þegar í lijálp þurfti að ná í skyndi. Hún átti venjulegast eða liafði undir höndum góða liesta. Reiðhesta sína tamdi liún sjálf, og svo voru þeir henni eftirlátir, að liún gat jafnan gengið að þeim úti í haga, þótt aðrir mættu þar hvergi nærri koma. Beztur hesta hennar mun hafa verið Faxi, enda var liann talinn einn allra glæsilegasti og mesti fjörliestur liér um slóðir. Eins og læknirinn tók fram, hirti Þuríður ekki um farartálma, ef mikið lá við, og því lief ég lieyrt viðbrugðið, að eitt sinn, er liún kom af tJthéraði og þurfti að hraða ferð sinni, en vötn voru í miklum vexti, þá sundreið hún Selfljót og lét sér hvergi bregða. Þeim Arnkelsgerðislijónum varð eigi bama auðið, en þrjú börn tóku þau til fósturs. Voru þau Sveinn Pálsson, prests frá Þing- múla, Steindóra Steindórsdóttir, Hinrikssonar frá Dalhúsum, og Friðborg Einarsdóttir Nielsen frá Flögu, systurdóttur Nikulásar. Ýmsir aðrir unglingar dvöldu þar lengri eða skemmri tíma, og oft dvaldi þar fólk, sem var vanheilt á sál eða líkama og átti erfitt með að fá verustað. Gestrisni var mikil í Amkelsgerði, enda margir, sem höfðu ýmis erindi til þeirra hjóna. Árið 1927 lézt Nikulás. Hætti Þuríður þá búskap, en dvaldi áfram í Amkelsgerði hjá Guðmundi bróðursyni sínum og konu hans, Steindóru, sem þá tóku við jörðinni. Laust fyrir 1930 sagði Þuríður af sér ljósmóðurstarfinu. Konum þótti svo mikil eftirsjá í henni, að jafnvel kom til orða að skora á hana að halda áfram, en við nánari yfirvegun þótti ekki for- svaranlegt að krefjast meira starfs af henni, svo aldurhniginni. Henni sjálfri þótti áreiðanlega lífið eitthvað tómlegra, er hún hætti sínum umsvifamiklu störfum, því áhuginn var enn mikill. Kaus hún því að breyta til og fluttist þá til fóstursonar síns, Sveins Pálssonar og konu lians, önnu Kjerúlf, að Hábæ i Vogum. Dvaldi hún þar til vorsins 1935, en þá fór hún að kenna lasleika nokkurs, sem ágerðist mjög ört, og andaðist liún í Landsspítalanum 22. maí það sama vor. Var liún jarðsett við lilið manns 6Íns í ættar- grafreitnum á óðali þeirra að Arnkelsgerði. Mun Þuríður alltaf verða talin ein af hinum tápmestu og merk- ustu konum Fljótsdalshéraðs. Sigríður F. Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.