Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 83

Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 83
eimreiðin LEIKLISTIN 163 „Fjalakötturinn" hefur hreint og beint sett slíkar kveldskemmt- anir á stefnuskrá sína. Hann stílar ekki hærra. Maður var að vona, að hann kafnaði ekki undir nafni. Fjalaköttur er rottugildra, og rottugildra er morðtól og meinlegt verkfæri, sem gín yfir skaðsemd- arkvikindum í þjóðfélaginu. Sama gerir glefsin revýa, og hennar var sannarlega þörf. En „Fjalakött- urinn“, sem átti að koma með revýuna, birtist í síðustu leikskrá sinni sem ósköp vinalegur húskött- ur með sjö kettlinga, og þessi táknræna mynd segir í raun og veru allt. „Fjalakötturinn" gín að- eins yfir aurum góðra borgara, sem vilja skemmta sér. „Græna lyftan“ er góðlátlegur enskur gamanleikur, saminn 1915, höfundurinn dó 1928, og er leik- urinn síður en svo byggður sam- kvæmt nýtízku tækni, heldur hvíl- ir hann á gömlum og þrautreynd- um leikhúsbrellum, en er allt að einu, eða einmitt þess vegna, bráð- skemmtilegur og ákjósanlegasta dægrastytting. — Alfred Andrés- son á þyngstu hlassi heim að aka, og hann gerir það leikandi létt, sem hans var von og vísa. Kona hans, Inga Þórðardóttir, sem er raunar kona annars manns í leiknum, styður hann rækilega, þegar gamanið tekur að grána. Þessi ungu leikarahjón eru veru- legur fengur fyrir leiksviðið hér, °S er sýnilegt, að bæði hafa þau haft gott af viðkynningu við leik- hús erlendis. Helga Möller, Indriði Waage og Róbert Arnfinnsson léku önnur hlutverk leiksins mjög sómasamlega. Indriði Waage var leikstjóri. Mikið af hreyfingum ieikenda um sviðið var tilgangs- laust ráp, og er slíkt sjaldséð hjá jafn vönum leikstjóra. Óperettufélag Reykjavíkur, sem maður kann annars ekki önnur deili á, sýndi atriði með dönsum og söngvum úr „Meyjaskemm- unni“ í Austurbæjarbíó. Sýningin var stutt og þægilegt skemmtiatr- iði og hefði sjálfsagt fallið fólki í geð, ef aðgangseyrir hefði ekki verið settur hærri öllu lagi. Sig- rún Magnúsdóttir, Kristján Kristj- ánsson og Gestur Pálsson sungu og léku hlutverk, sem þau hafa farið með áður. Menntaskólanemendur í Reykja- vík og á Akureyri hafa að vanda sýnt sjónleiki í vetur, „Saklausa svallarann" á Akureyri og „Allt í hönk“ eftir Noel Coward í Reykjavík. Þótti hvorttveggja tak- ast vel eftir atvikum. En íslenzku leikritin hafa öll verið sýnd utan höfuðborgarinn- ar: „Lénharður fógeti“ I Vest- mannaeyjum og á Eyrarbakka, én leikstjórar úr Reykjavík, þau Arn- dís Björnsdóttir og Ævar Kvar- an, „Syndir annarra" á Húsavík, „Skugga Sveinn" í Borgarnesi, „Gullna hliðið" á Sauðárkróki og nýtt leikrit eftir síra Jakob Jóns- son, „Hamarinn", á Akureyri. Leikfélag Sauðárkróks hafði há- tíðarsýningu á „Gullna hliðinu“ í tilefni 60 ára afmælis félagsins, sem var stofnað 13. apríl 1888. „Hamarinn" náði 13 sýningum á Akureyri, og er það mjög góður árangur. Reykvíkingum er borið léttmet- ið, og þeir hlæja, en skyldu lands- menn ekki brosa að okkur, sem erum að reisa Þjóðleikhús yfir — eintóma gamanleiki? L.S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.