Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 83

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 83
eimreiðin LEIKLISTIN 163 „Fjalakötturinn" hefur hreint og beint sett slíkar kveldskemmt- anir á stefnuskrá sína. Hann stílar ekki hærra. Maður var að vona, að hann kafnaði ekki undir nafni. Fjalaköttur er rottugildra, og rottugildra er morðtól og meinlegt verkfæri, sem gín yfir skaðsemd- arkvikindum í þjóðfélaginu. Sama gerir glefsin revýa, og hennar var sannarlega þörf. En „Fjalakött- urinn“, sem átti að koma með revýuna, birtist í síðustu leikskrá sinni sem ósköp vinalegur húskött- ur með sjö kettlinga, og þessi táknræna mynd segir í raun og veru allt. „Fjalakötturinn" gín að- eins yfir aurum góðra borgara, sem vilja skemmta sér. „Græna lyftan“ er góðlátlegur enskur gamanleikur, saminn 1915, höfundurinn dó 1928, og er leik- urinn síður en svo byggður sam- kvæmt nýtízku tækni, heldur hvíl- ir hann á gömlum og þrautreynd- um leikhúsbrellum, en er allt að einu, eða einmitt þess vegna, bráð- skemmtilegur og ákjósanlegasta dægrastytting. — Alfred Andrés- son á þyngstu hlassi heim að aka, og hann gerir það leikandi létt, sem hans var von og vísa. Kona hans, Inga Þórðardóttir, sem er raunar kona annars manns í leiknum, styður hann rækilega, þegar gamanið tekur að grána. Þessi ungu leikarahjón eru veru- legur fengur fyrir leiksviðið hér, °S er sýnilegt, að bæði hafa þau haft gott af viðkynningu við leik- hús erlendis. Helga Möller, Indriði Waage og Róbert Arnfinnsson léku önnur hlutverk leiksins mjög sómasamlega. Indriði Waage var leikstjóri. Mikið af hreyfingum ieikenda um sviðið var tilgangs- laust ráp, og er slíkt sjaldséð hjá jafn vönum leikstjóra. Óperettufélag Reykjavíkur, sem maður kann annars ekki önnur deili á, sýndi atriði með dönsum og söngvum úr „Meyjaskemm- unni“ í Austurbæjarbíó. Sýningin var stutt og þægilegt skemmtiatr- iði og hefði sjálfsagt fallið fólki í geð, ef aðgangseyrir hefði ekki verið settur hærri öllu lagi. Sig- rún Magnúsdóttir, Kristján Kristj- ánsson og Gestur Pálsson sungu og léku hlutverk, sem þau hafa farið með áður. Menntaskólanemendur í Reykja- vík og á Akureyri hafa að vanda sýnt sjónleiki í vetur, „Saklausa svallarann" á Akureyri og „Allt í hönk“ eftir Noel Coward í Reykjavík. Þótti hvorttveggja tak- ast vel eftir atvikum. En íslenzku leikritin hafa öll verið sýnd utan höfuðborgarinn- ar: „Lénharður fógeti“ I Vest- mannaeyjum og á Eyrarbakka, én leikstjórar úr Reykjavík, þau Arn- dís Björnsdóttir og Ævar Kvar- an, „Syndir annarra" á Húsavík, „Skugga Sveinn" í Borgarnesi, „Gullna hliðið" á Sauðárkróki og nýtt leikrit eftir síra Jakob Jóns- son, „Hamarinn", á Akureyri. Leikfélag Sauðárkróks hafði há- tíðarsýningu á „Gullna hliðinu“ í tilefni 60 ára afmælis félagsins, sem var stofnað 13. apríl 1888. „Hamarinn" náði 13 sýningum á Akureyri, og er það mjög góður árangur. Reykvíkingum er borið léttmet- ið, og þeir hlæja, en skyldu lands- menn ekki brosa að okkur, sem erum að reisa Þjóðleikhús yfir — eintóma gamanleiki? L.S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.