Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 18
98
BIÐILSKOMAN
E3MREIÐIN
slíkur myndarmaður og sjálfseignarbóndi. Hvað skyldi hann vera
gamall? Skyldi hann vera eldri en hún, skyldi hann vera kominn
yfir fertugt?
Það hafði borið við, að hann hafði ávarpað hana; þó aldrei
í viðurvist annarra. Það var líka alveg rétt af honum. Hvað kom
það öðrum við, þótt þau töluðu saman?
En hvers vegna hafði hann spurt að því um daginn, hve hátt
kaupið hennar væri
Ný og uppörvandi hugsun birtist henni, þar sem hún stendur
hálfbogin yfir pottinum með fiskifatið í höndunum.
Var það það, sem liann hafði viljað henni í gær?
Ætlaði Jón að fá sér ráðskonu? — Þá gæti hún farið burt af
þessum bæ og þyrfti aldrei framar að stíga fæti sínum á þetta
eldhúsgólf. Jón var maður, sem vert var að vinna fyrir. Hann
var maður, sem vert var að elska. Heiftarsvipurinn á andliti
hennar hverfur skyndilega, og sem snöggvast verður yfirbragðið
milt, jafnvel unglegt.
Já, Jón var maður, sem kona gat elskað.
„Jæja, er maturinn tilbúinn, Gudda?“ Húsfreyjan stóð í eld-
húsdyrunum; það lék kankvíslegt bros um varir hennar. „Það
er kominn maður, sem vill tala við þig. Hann situr inni í stofu“-
Gudda varð kafrjóð í framan. I einni svipan hafði hún tekið
eldhússvvmtuna af sér. Hún ætlaði bara að skreppa eftir spari-
kjólnum. Það var ekki á hverjum degi, sem piltur kom að heim-
sækja hana.
Það var heldur ekki laust við, að hún hefði dálítinn hjartslátt.
Skyldi það vera hann? Skyldi það vera Jón?
Inni í stofunni, á brúninni á stólnum, sem næstur stóð dyrunum,
sat lítill, hógvær maður og beið. Hann var í bættum fötum °S
á þykkum leðurskóm. Augun voru smá og lágu djúpt í höfði
hans, en ógreitt hárið náði niður á herðar. Einungis skeggið var
nýklippt. Hann sat álútur og studdi höndum á kné, en þær voru
stórar og kraftalegar. Við hlið hans á gólfinu lá lambskinns-
hettan.
Þá voru stofudyrnar opnaðar, og inn kom Gudda í sparikjólnum-