Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 36
116
HESTARNIR HEIMA
EIMREIÐIN
Nú stóð svo á, að enginn hestur var til taks nema Víkingur
gamli, og ekki hafði hann batnað með aldrinum. Var henni þá
sagt, að ekki væri heima nema einn gamalklár, rammstaður og
níðlatur, og gengi auk þess aftur á bak!
„Rammstaður, níðlatur“, endurtók gamla konan fyrirlitlega.
„Ég hef aldrei komið á bak lötum hesti“. „Jæja, þá færðu smjör-
þefinn af því núna“, sagði einhver stríðnislega, og svo var Vík-
ingur leiddur heim og lagður á hann söðull.
Gamla konan sveiflaði sér léttilega í söðulinn. Bað hún mig að
koma í fang sér, því hún ætlaði að reiða mig. Gerði ég það, með
hálfum liuga þó, því ég bjóst ekki við neinni skemmtireið. En
nú brá svo við, að Víkingur gamli skeiðaði úr hlaði og brá ekki
fyrir sig neinum af sínum gömlu kenjum, og ef ég man rétt, hafði
Þórunn þó hvorki svipu né spotta til að slá í hann. Ef hún vildi
að hann færi hraðar, þá bara hottaði hún á hann og iðaði öll í
söðlinum, því hún var fjörkona mikil og mjög líkamalétt. Fannst
mér sem fjör gömlu konunnar myndi seitla út í hverja taug á
hestinum. Er nií ekki að orðlengja það, að Víkingur gamli fór á
kostum með okkur alla leið og stanzaði ekki fyrr en á hlaðinu
á Seljamýri. En þá lét Þórunn mig af baki og stökk svo sjálf úr
söðlinum, létt eins og unglamb. Ég var bæði hissa og lirifin af
þessu ferðalagi, en Þórunn hló og sagði að þarna gæti ég séð, hvort
það væri ekki satt, sem hún hefði sagt áður en við fórum að
heiman. Mér fannst þetta ganga kraftaverki næst, og þarf varla
að taka það fram, að eins vel gekk á heimleiðinni, eða jafnvel
betur. Næstu skipti, sem ég fór á bak Víkingi, var hann jafn
kenjóttur og hann liafði alltaf verið.
VI.
Brúnn hans Trausta var Ijómandi skemmtilegur reiðhestur, si-
viljugur, fleygivakur og laus við alla hrekki. Hann var frekar
lítill vexti, eins og móðir hans hafði verið, og áttum við margar
yndisstundir saman. Hann var lítið notaður til áburðar, en næst-
um eingöngu sem reiðhestur, Mér er það enn í minni, hve svipur
hans var göfugur og höfuðið fagurt. Hann bar mig til kirkjunnar,
þegar ég fermdist, og hann var síðasti hesturinn, sem ég kom a