Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 40
120
LÍFGRÖS OG GRÆÐIJURTIR
EIMREIÐIN
fullkomna þekkingu um þá orku, 6em ætijurtir ýmsar hafa að
geyma, er ekki lengur að finna annarsstaðar en meðal viesra kyn-
þátta í Austurlöndum. — 1 Kína er það algengt, að fólk nái
ótrúlega háum aldri, en Kínverjar nærast mikið á soja-baunum
og annarri jurtafæðu. Þeir eru miklu afkastameiri til líkamlegrar
og andlegrar vinnu en Evrópumenn, vinna bæði hraðar og lengur
-— geta t. d. borið ótrúlega þungar byrðar klukkutímunum saman
án þess að þreytast“.
Bygg (Hordeum distichum), en það vex sumstaðar hér á landi,
er meðal þeirra ætijurta, sem talið er að hafi mikinn lækn-
ingakraft. Rómverjar hinir fomu töldu byggið svo styrkjandi
og nærandi, að skylmingamenn þeirra neyttu þess í ríkum mæli,
til þ ess að verða sterkir, og voru kallaðir Hordearii, eftir hinu
latneska heiti byggsins. Grískir hjarðmenn lifðu á byggkökum,
og bygg var notað til vín- og ölgerðar í stað humla. Indíánar
hafa mikla trú á bygginu og hafa það um hönd við helgiathafnir
sínar og guðsdýrkun. Byggseyði er talinn mjög liollur drykkur
og gott meðal við nýrna- og blöðmsjúkdómum.
Sumar tegundir fjandafælu (Gnaphalium), svo sem grámygla,
em taldar hafa lækningakraft. Indíánar nota eina tegund þessara
jurta við höggormabiti, og í Indlandi og Kína era tvær tegundir,
G. muldceps og G. policephalum, notaðar til að lækna malariu
og hitasótt. Rómverski sagnaritarinn Plinius segir frá því, að
þessar jurtir hafi verið notaðar við hálsbólgu með góðum árangn-
Homópatar hafa mikla trú á þessum jurtategundum til lækninga.
Jurtir af bláklukkuættinni (Campanulaceœ) eru taldar ágætar
í salöt og sumstaðar ræktaðar til matar, svo sem í Frakklandi.
Ræturnar eru ýmist soðnar eða borðaðar hráar, eru og mjög nær-
ingarríkar.
Skarfakál (Cochlearia officinalis) er ein þeirra íslenzkra jurta,
sem frá fornu fari hefur verið talin mjög læknandi, svo sem
óbrigðult meðal við skyrbjúg. Þessi trú á lækningakraft skarfa-
kálsins er víðar útbréidd en á Islandi. 1 Skotlandi er skarfakáls-
seyði talið ágætt meðal við skyrbjúg og fleiri sjúkdómum. Jurtin
er notuð, ýmist nýtekin af jörðinni eða þurrkuð og mátulegt talið,
,að 50—60 grömm fari í pott af sjóðandi vatni. Af þessu vatni a
svo að drekka fullt glas á tveggja til þriggja tíma fresti. Land-
könnuðurinn frægi, Cook kaptemn, notaði skarfakál mikið a