Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 12
92
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
Góða veðrið átti sinn þátt i að gera þenna dag minnisstæðan.
Bjartur og fagur hvelfdist blár himinn yfir hið víðáttumikla
umhverfi, og útsýnið af Arnarhóli naut sín vel í nóttlaUsri
„voraldar veröld“ kvöldsins, með Snæfellsjökul í vestri, gulli
krýndan undir sól að sjá.
Það er Ijóst, að þjóðhátíðin 17. júní er smámsaman að fá
á sig fast og hefðbundið form, og það er kostur, að nokkur
festa komist á um tilhögun hennar. Forseti íslands sækir
hana með því að leggja blómsveig að fótstalli styttu Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli. Kveðju hans til fólksins var
tekið með óblöndnum fögnuði og hann hylltur ákaflega. Ávarp
Fjallkonunnar var snjallt og glæsilega flutt, og fjallkonan
tiginmannleg í íslenzka skautbúningnum, er hún flutti það
af svölum alþingishússins, enda var það enginn viðvaningur,
sem að þessu sinni kom fram í gervi Fjallkonunnar, leikkonan
Anna Borg. Að þessum tveim atriðum loknum flutti forsætis-
ráðherrann ræðu, sem hafði þann kost að vera í ýmsu hrein-
skilin og djarfleg stefnuskrárræða, þar sem dregnar voru
fastar línur með tilliti til þjóðarinnar í heild, en án tillits til
dægurþrass og flokkastreitu. Mætti slíkum ræðum gjarnan
fjölga með stjórnmálamönnum vorum.
Þessi þrjú atriði, ásamt með keppni íþróttamanna og blóm-
sveig þeirra á leiði Jóns Sigurðssonar, eru orðin fastir liðir
á dagskrá 17. júní hátíðahaldanna í höfuðstaðnum.
Og því skyldum vér svo ekki horfa glöð og vongóð fram
á veginn í vorbirtu vors unga lýðveldis, á sama hátt og mann-
fjöldinn naut birtunnar og sólskinsins i langdeginu um Jóns-
messuleytið, meðan haldin var þjóðhátíðin 17. júní í höfuð-
stað landsins í dag? Ekki þarf að leita langt aftur i tímann
— og bera saman kjör þjóðarinnar þá og nú — til þess að
ganga úr skugga um, að mikið hafi áunnizt til bóta. Þjóðar-
veilur verða að vísu ekki máðar út á skömmum tíma. Fyrir
réttum hundrað árum skrifaði Jón SiQ'
Fyrir hundrað urðsson Páli sagnfræðingi Melsteð bréf,
árum — og nú! sem oftar, og kvartáði undan skapbrestum
landa sinna, kvað ergilegast við þá, þessar
„subjectivu gönur“, sem þeim væri svo gjarnt á að fara u
„Það kemur af einsetunum, og að þeir nenna ekki aö fylQla