Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN lífgrös og GRÆÐIJURTIR 121
Bjóferðum sínum og bjargaði með því mönnum sínum frá því að
veslast út af úr skyrbjúgi. í Hollandi og fleiri löndum Evrópu
hefur skarfakál verið notað til manneldis og lækninga öldum
saman. Og það er trú víða, að þar í sveit sem óvenju mikið vex
af einhverri einni jurt, þá sé þeirrar jurtar þörf þar til þess að
bæta heilsu fólksins á staðnum.
Jurtir af elftingarættinni (Equisetaceæ) telja lífgrasafræðingar
hollar fyrir lungu, hjarta og nýru. Klóelftingu þekkir nálega hvert
mannsbarn í 6veitum Islands. Elfting er einnig talin græðandi og
í henni er svo mikið af hreinsandi kalkefnum, að sveitafólk í
Eöglandi notar hana stundum til að lireinsa með matarílát og
önnur áhöld.
Horblaðkan (Menyanthes) er algeng jurt hér á landi. Hún
er talin gott meðal við gigt, og seyði af rótum hennar er
mjög hollt og styrkjandi. Sir William Hooker minnist á lior-
blöðkuna frá ferðum sínum hér á landi, en um það leyti sem
hann var hér, mun hún hafa verið í meira uppálialdi meðal
landsmanna en hún er nú.
I íslenzkri þjóðtrú hafa brönugrösin (Orchis) fengið á sig það
orð, að þau væru góð til ásta, enda er eitt þeirra kennt ' ið þá
lilfinningu og nefnt ástagras. 1 goðafræði Forn-Grikkja er til
8aga um það hvernig brönugrösin urðu til. Á Bakkusarhátíð
®inni var sonur skógargoðsins Patellusar drepinn fvrir að hafa
Bvívirt eina af liofgyðjunum, en upp af blóði hans spruttu brönu-
grösin. Þau eru stundum nefnd satyrion á erlendu máli, eftir
satýrunum grísku, en það heiti er komið af þeirri trú, að þessi
jurt hafi verið fæða 6atýranna og orsök að óhóflegri kynhvöt
þeirra.
Rrönugrös hafa víða verið notuð til manneldis, og á 18. öld
Var það siður í Englandi að safna brönugrösum og búa af þeim
^rykk nokkurn eða hlaup, sem nefnt var salop. Var þessi fæða
á boðstólum á helztu veitingastöðum, og í Fleet Street í London
var um skeið veitingastofa, 6em var fræg fyrir salop-veitingar
BÍnar.
Elöðkujurtin, svo sem túnblaðka og blóðarfi, telja lífgrasa-
ffæðingamir hollar ætijurtir raönnum, og tröllasúra eða rabarbari
á að vera gott meðal við innvortis sjúkdómum og mjög bloð-
Wnsandi. Þessi jurt hefur verið notuð til lækninga um þús-