Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 32
112 HESTARNIR HEIMA EIMREIÐIN n. Ég var á sjöunda ári, þegar Brúnn fæddist. Hafði ég mikla ánægju af honum. Þegar Iiann lék sér, greip mig ósegjanlegur fögnuður og fékk ég aldrei nóg af því að horfa á þetta fagurlimaða dýr. Rauðka átti fjögur folöld: Rauðku, Skjónu, Væng og Brún. Ég fékk Skjónu í tannfé, en það síðasta, sem ég vissi til hennar, var það, að hún bar póst upp á Fljótsdalshérað, og er hún úr sögunni. Vængur var fremur latur og rammslægur -— einnig var hann glaseygur. Hann fótbraut Forberg lieitinn landsímastjóra, og hélt ég, að hann myndi verða frægur fvrir vikið. Einu sinni brá Vængur vana sínum með letina. Ég liafði verið þrjú ár að heiman, og nú langaði mig til að heimsækja kunningjana. Ég bað því um hest, og var mér sagt, að bezt myndi að lána mér Væng, því það væri engin hætta á því, að liann hlypi með nng í gönur eða setti mig af baki. Þegar ég kom út, híindi Vængur við liestasteininn, með höfuðið niður við jörð, og leit hvorki til hægri né vinstri. Kallaði ég þá til hans: „Vængur minn“. Þa leit hann snögglega upp og lineggjaði glaðlega, eins og hann vaen að fagna mér, því hann þekkti mig auðsjáanlega, þótt langt vaen um liðið. Sannfærðist ég enn betur um það, þegar ég var konun á bak honuin, því hann dansaði með mig og reisti eyrun, eins og þegar lá vel á honum, og ekki var að spyrja að vekurðinm- Þetta var í síðasta sinn, sem ég notaði hann, því um haustið var liann felldur. III. Þegar ég var barn, var mér sagt, að það væri synd að láta ser þykja eins vænt um skepnurnar eins og manneskjurnar, en þa hef ég víst syndgað oft, því mér þótti svo mikið vænna um suniar skepnur en t. d. vinnumennina, og var ég þó enginn mannhatari- Ég man ennþá daginn, þegar átti að fella Rauðku. Ég veit þa^i ef ég hefði verið spurð, livort ég vildi heldur láta deyða einhverja manneskju eða hana Rauðku, þá hefði ég kosið líf Rauðku, ef ég hefði þorað að segja sannleikann. Hvernig í ósköpunum gat afi minn fengið þetta af sér? Ég botnaði ekkert í slíkri hörku- Hún Rauðka, blessuð skepnan, sem var góð eins og manneskja og jafnvel betri. Hún Rauðka, sem hafði átt svo falleg folöld £>„
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.