Eimreiðin - 01.04.1948, Blaðsíða 76
156
EIMREIÐIN
SÝN
opinn gluggann og beint í vatns-
geyminn úti á stéttinni.
Frænkan varð örvita af undr-
un og bræði, svo að liárin risu
á höfði liennar, eins og á brodd-
gelti. En svo sneri hún sér að
mér, greip í mig æst og endur-
tók í sífellu:
„Kumó, þú mátt ekki minn-
ast einu orði á þessa ungæðis-
legu óskammfeilni hennar,
mundu það! Ég veit, að honum
myndi falla svo illa þessi fram-
koma hennar“.
Ég fullvissaði frænkuna um,
að hún þyrfti ekkert að óltast
í því efni. Ég skyldi ekki minn-
ast á þetta átvik.
Daginn eftir kom Hemangini
inn til mín, áður en liún lagði
af stað, faðmaði mig að sér og
sagði: „Elsku Kumó, hugsaðu
til mín og gleymdu mér ekki“.
Ég strauk fingrunum um and-
lit hennar og sagði: „Vina mín,
ég gleymi þér ekki, þeir blindu
hafa gott minni“.
Svo dró ég hana að mér og
kyssti hár hennar og enni. Það
syrti allt í einu að fyrir innri
sjónum mínum. Öll fegurðin,
f jörið og æskan, sem hafði leik-
ið um mig, meðan Hemangini
var hjá mér, hvarf mér nú við
brottför hennar. Ég sat eftir
ein og reyndi að gera mér grein
fyrir hvort einstæðingsskapur
minn væri nú ekki alger orð-
inn, livort ég ætti nokkuð eftir,
sem væri þess virði að lifa fyrir
það.
Maðurinn minn kom inn til
mín seinna sama daginn. Hann
lézt láta í ljós ánægju sína yfir
því, að gestirnir væru farnir,
en ég fann uppgerðina í þessari
tjáningu hans. Hann lét sem
heimsókn frænku lians hefði
tafið sig frá vinnu.
Hingað til hafði það verið
blinda mín ein, sem orsakaði
djúpið á milli okkar. Nú hafði
ný orsök bætzt við — þessi þögn
lians, af ásettu ráði, um Heman-
gini. Hann lét sem liún væri
sér með öllu óviðkomandi, en
ég vissi, að hann fékk bréf með
fregnum af henni.
Morgun einn snemma í mai
kom þjónustustúlkan inn til
mín og spurði: „Hvað á allur
þessi undirbúningur á fljóts-
brúnni að þýða? Hvert er hús-
bóndinn að fara?“
Ég vissi, að eitthvað var i
vændum, en sagði við stúlkuna:
„Ég veit það ekki“.
Stúlkan þorði ekki að spyrja
aftur, lieldur andvarpaði og foT.
Seint um kvöldið kom Abin-
asli inn til mín.
„Ég þarf að fara í sjiikra-
vitjun út í sveit“, sagði hann,
„og ég þarf að leggja af stað