Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 67

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 67
EIMREIÐIN AFREKSKONA 147 ur fór þá til vandalausra. Vann hún fyrir sér á ýmsum heimilum um nokkurra ára 6keið. Þótti hún geðþekk og myndarleg til allra starfa, en helzt mun hugur hennar hafa hneigzt til bóklegra fræða. I þá daga var ekki venja á alþýðulieimilum, að unglingar sætu á skólabekk, og allra sízt 6túlkur. Hafði henni því ekki verið kennt annað en leetur og kristin fræði undir fermingu. Sökum þees, að námsþrá hennar og gáfur voru óvenju miklar, liafði hún þó einnig af sjálfsdáðum lært að skrifa. Til þess notaði hún penna, fjöðurstaf og sótblek. Stafróf hafði afi hennar gefið lienni. Sagðist hún þá oft hafa setið fram eftir á kvöldin í gluggakist- unni í litlu baðstofunni, þegar tunglsljós var úti, og æft sig í að draga til stafs. Einnig mun hún snemma hafa lagt stund á lestur þeirra góðu bóka, sem kostur var á, enda kom það í Ijós síðar, að hún var ein af þessum ágætu, sjálfmenntuðu sveita- konum. 1 æsku var hún mjög fríð sýnum, og persónuleiki liennar óx með árunum. Árið 1883 fluttist Þuríður að Arnkelsgerði í Vallahreppi og giftist það sama ár Nikulási Guðmundssyni, bónda þar. Tók hún þegar í stað við liúsfreyjustarfi heimilisins, en Nikulás hafði Um nokkur ár búið þar með móður sinni. Heimilið í Amkelsgerði var framan af fjölmennt, eins og títt var um sveitaheimili á þeim tímum. Þá gengu allir í heima- unnum fatnaði. Þurfti því húsmóðirin um margt að sjá, og mikið þurfti að vinna innan bæjar, bæði að tóskap, vefnaði og fata- sanm. Lét hún vinnukonurnar skiptast á um eldliúsverk og mat- reiðslustörf, en gaf sig sjálf meira að iðnaði heimilisins. Sneið hún og saumaði alls konar fatnað. Peysuföt tók hún og saumaði fyrir konur út í frá. Hefur það alla jafnan þótt mesta vanda- verk, svo vel færi. öll tóvinna hennar þótti skara fram úr, enda uiun sú kona, sem bezt er að sér í tóvinnu nú á Fljótsdalshéraði, vera fósturdóttir hennar. Nikulás bóndi varð snemma oddviti Vallahrepps og gegndi því starfi í 30 ár. Hann þótti glaðvær tnaður, vel að sér í fornum fræðum og hagyrðingur góður. Það var siður í Amkelsgerði, sem og víðar annarsstaðar, meðan fjölmennt var á heimilum, að lesa upphátt kvöldvökur, heima- fólki til skemmtunar. Las þá húsbóndinn venjulega úr Islend- ingasögum eða eitthvað fomt. Húsmóðirin, aftur á móti, hneigð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.