Eimreiðin - 01.07.1951, Page 10
122
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD
eimreiðin
eiga; með henni átti hann Helgu, móður Gunnars Pálssonar
hónda á Ketilsstöðum á Völlum.
Jón, faðir Guðrúnar, móður Gísla, var Bjarnason, fræðimaður
í Breiðuvík eystra, en kona hans var Þórunn Magnúsdóttir (Lat-
ínu-Magnúsar). Móðir Jóns hét Guðný, en móðir hennar Snjó-
fríður Jónsdóttir Pamfíls, systir Hermanns í Firði, og systir
Margrétar, móður Ólafar á Mýrum, móður Margrétar á Geir-
úlfsstöðum, móður Bergþóru, móður Guðrúnar konu Gísla.
Gott kyn virðist hafa staðið að Gísla í báðar ættir. Var Isak,
föðurbróðir hans, talinn mjög vel gefinn og gott skáld. Jón, faðir
Gísla, hafði fagra tenórrödd á yngri árum, og máttu þeir bræður
liafa nokkuð af sönghneigð sinni þaðan. Móðir Gísla var og vel
greind, skáldmælt og kímin, en ekki þekkti Gísli hana, því hún
dó skömmu eftir að hún átti hann. Móðursystir Gísla, Villrorg,
var móðir Gunnsteins Eyjólfssonar, skálds og tónskálds. önnur
móðursystir hans var Margrét, móðir Jóns Sigtryggssonar, lög-
fræðings og bæjarstjóra á Seyðisfirði. Margrét var „stór í skapi,
stríðin, talandi skáld — og bæði bóndi og húsfreyja á sínu
heimili“.
I Tímariti 1949 (bls. 76) í ritdómi um Jökuldalslieiðarsögu
Halldórs Stefánssonar, segir Gísli, að faðir sinn, Jón, hafi verið
eini bóndinn, er byrjaði og endaði búskap sinn í lieiðinni; bjó
hann þar lengur en nokkur annar maður, eða full 42 ár. Fyrst
bjó hann að Hlíðarenda, þar fæddist elzti sonur þeirra hjóna,
Benjamín (1862). Þá fór hann að Veturhúsum; þar var Jón
fæddur (1864). Næsta ár fluttust þau hjón að Fögrukinn. Þar
var Isak fæddur (1866). Frá Fögrukinn fluttust þau að Mel, þaf
mun Gunnar hafa verið fæddur (1869). Á Fögrukinn og Mel
munu líka hafa verið fædd tvö börn, Gísli og Þórunn, er bæði
dóu úr barnaveiki, og féll Jóni það sérstaklega þungt að missa
þessa einu dóttur sína. Að Háreksstöðum hyggur Gísli, að for-
eldrar sínir hafi flutzt 1871, fremur en 72. Þar fæddust þeir
bræðumir, Þórarinn (1873) og Gísli (1876). Af þessum átta
bömum Jóns með fyrri konunni komust sex á fullorðinsár: Benja-
mín (1862—1925), Jón (1864—1903), Isak (1866—1949), Gunnar
(1869), Þórarinn (1873—1941) og Gísli (1876), þótt nú lifi af
hópnum ekki nema þeir Gunnar (sem lengst bjó á Fossvöllum)
og Gísli.