Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 14
126
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD
eimreiðin
gerðist svo kennari í sveitinni. Síðan fóru þeir á Möðruvalla-
skólann, er hafði opnað unglingum lærdómshlið sín 1880, fyrst
Jón og Gunnar og síðar Gísli. Gekk liann inn í skólann haustið
1894, þá 18 ára, og útskrifaðist vorið 1896 með góðri 1. einkunn.
Þótti honum sem fleirum ekki alllítil búningsbót að skólamennt-
uninni.
Ári síðar var hann nokkrar vikur á Seyðisfirði og kynntist
þá Þorsteini Erlingssyni, skáldi. Kvaðst hann hafa haft gott af
þeirri kynningu. Hafði hann að vísu áður drukkið í sig kvæði
hans, og var Þorsteinn síðan átrúnaðargoð hans. Nú sýndi hann
skáldinu Ijóðasyrpu eftir sig, og sagði Þorsteinn honum, að í
henni væri margt, sem hvaða skáld sem væri gæti verið full-
sæmdur af. Þó ráðlagði Þorsteinn honum að birta ekkert af því
strax, og lét Gísli sér það að kenningu verða, enda notaði liann
ekki nema örfátt þeirra kvæða í Farfuglum.
Óviðráðanleg atvik ollu því, að Gísli settist að á Akureyri og
gerðist þar prentari veturinn 1898—99. Hélt hann því starfi fram
í júní 1903, þegar hann fluttist vestur um haf. Auk prentverksins
lagði Gísli stund á orgelspil, var tenór í söngfélögum og tók lítils
háttar þátt í leiklist. Gísli bjó hjá húsbónda sínum og meistara,
Bimi Jónssyni, eiganda og ábyrgðarmanni Stefnis. Bjöm átti
Helgu Helgadóttur, systur Bergþóru á Geirólfsstöðum. Haustið
1900 sendi Bergþóra Guðrúnu dóttur sína norður til systur sinnar
til þess að láta hana ganga í Kvennaskólann á Akureyri. Þar
kynntust þau Gísli, og giftu þau sig tveim ámm síðar, 8. nóvem-
ber 1902.
Prentverkið var ekki mjög aðlaðandi vinna á þessum árum,
vinnutími langur, kaup lágt og sjaldan goldið. Varð Gísli oft
eigi aðeins að prenta Stefni aleinn, heldur líka stundum að sja
um efni í hlaðið að auki. Þá voru engin verkamannasamtök a
Islandi, og litust Gísla framtíðarhorfur ekki betri en svo, að
hann kaus heldur að freista gæfunnar vestan liafs. Fór liann
einn vestur vorið 1903, en skildi eftir konu sína og nýfæddan
son á Geirúlfsstöðum hjá foreldram hennar. Þar óx Helgi upp
þar til liann var átta vetra. Aftur á móti fór Guðrún vestur um
haf að vitja manns síns sumarið eftir, 1904, og sá hvomgt þeirra
Island aftur fyrr en þau sóttu það heim á giftingarafmæli sínu
1927.