Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 30
142
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD
EIMREIÐlN
Hér þakkar hann og liina örvandi liönd, sem æskan hafði rett
honum, og þá eigi síður fylgd konunnar: „fyrr en til var unnið,
þá fylgd, er hefur gæfuþráð hans spunnið“. Þá er hann og þakk-
látur fyrir það „að hafa lifað og litla síðu í dagbók tímans skrif-
að“, en þakklátastur þó fyrir „vinatryggð í verki og orði og hót-
um og vita að liafa viljandi engan svikið, þótt verkið lítið se
og ógert mikið“.
„Iðunnarkviða, 1937, er lof ljóðsins í mikilli lirynliendu, sein
stundum minnir á Vestmenn Matthíasar. En Ijóðið er, að skoðuu
Gísla, eigi aðeins liámark þess, sem einstaklingurinn getur koni'
izt í sólarátt, heldur líka liinn öflugasti styrkur þjóðernisins og
íslenzkrar menningar.
1 „Kveðju“ 1940 fylgir Gísli vini sínum og samverkamanni>
Rögnvaldi, út yfir gröfina, rifjar upp skipti þeirra og liarmar
missi sinn og landanna.
Aftur á móti hefur Gísli ekki ort eftir konu sína. Má vera,
að honum hafi farið sem Agli, forföður vor allra, að honum
liafi orðið tregt tungu að liræra eftir slíkan missi. Hitt má þó
hafa glatt liann, að hann liafði gert sitt til að reisa þann minnis'
varða, er Guðrúnu hæfði bezt, með útgáfu verka hennar.
Tvö ágæt kvæði á Gísli frá síðustu árum: „Litla stúlkan“ 1948
og „Týnda kynslóðin“ 1949. 1 liinu síðamefnda liarmar liann
örlög þeirra, sem ungir deyja, því þeir týna eigi aðeins sínu h'fi
og framtíð, heldur líka gleðinni úr hjörtum þeirra, sem lifa þó*
Er kvæðið sennilega ort í tilefni af manntjóni því liinu mikla,
er síðari styrjöldin olli í fylkingum Kanadamanna og íslendinga
þar. En sjónarmið Gísla skýrist bæði af ástvinamissi lians og
barnaláni. Það síðasta, sem Gísli liefur ort, er sálmur: „Anda a
mig, andi guðs“, þýddur úr ensku, og „Grafskrift“; bæði kvæðin i
Brautinni 1950. Auk þess á liann vísl um tylft kvæða í íslenzkum
blöðum vestan liafs, en þau hafa ekki verið tekin liér til með'
ferðar, enda hefur liann sjálfur skágengið þau sem tækifæris*
kvæði.
Um Farfugla rituðu þeir Rögnvaldur Pétursson í Heimskringl11
26. nóv. 1919, J. J. Bíldfell í Lögbergi 20. nóv. 1919 og Sigurður
Júl. Jóhannesson í Voröld 25. nóv., 2. og 9. dez. 1919.
Miklu síðar, 19. júlí 1927, skrifaði Páll Steingrímsson, skóla*
bróðir Gísla, ritdóm um bókina í Vísi.