Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1951, Page 44

Eimreiðin - 01.07.1951, Page 44
156 SKEMMTIFERÐ FYRIR HÁLFRI ÖLD eimreiðin veðrið var dásamlegt, breyttist þessi ákvörðun okkar. Við vildum ólmir ná til Seyðisfjarðar þetta kvöld, því veður gat vel spillzt um nóttina. Við komum við á Þuríðarstöðum, en þar bjó þá Halldór Mar- teinsson. Þekktum við liann vel, og var nú meining okkar sú að biðja liann að ljá okkur fylgd eittlivað þarna upp á fjöllin, í áttina til Fjarðarlieiðar, svo við gætum tekið rétta stefnu þangað. Eftir það þóttumst við öruggir að rata. Guðrún, kona Halldórs, kom út, er við kvöddum dyra. Skýrð- um við henni frá erindi okkar. En hún tjáði okkur, að svo illa stæði á, að enginn karlmaður væri heima. Mátti vel sjá, að henni þótti það miður. Bauð liún okkur inn. En er við þágum það ekki, sótti hún gnægð nýmjólkur, sem við drukkum með góðri lyst, því við vorum göngumóðir. Eftir að hafa þakkað húsfreyju góðan beina og undirtektir við málaleitan okkar, héldum við af stað upp frá bænum, upp á liinn víðlenda fjallafláka Gagnlieiðar og Fjarðarlieiðar, sein liggja saman þarna uppi og geyma bein margra, sem hafa látið þar lífið í hríðarbyljum íslenzkra vetra á liðnum tímum. Þegar við fórum frá Þuríðarstöðum, mun klukkan liafa verið liálf tvö. Gengum við hratt upp frá bænum, en þar er mjög bratt, og vorum löðrandi í svita, er við náðum brekkubrúninni- Þarna var mikið víðsýni, og þótt við værum alveg ókunnugir, gátum við af ýmsum fjöllum, er við sáum, og bæjum, sem við þekktum í fjarlægð á Fljótsdalsliéraði, tekið rétta stefnu á Fjarð- arheiði, enda var hún vörðuð, og vörðurnar lágu þvert við stefnu okkar. Þóttumst við því vissir um, að við gætum ekki farið frani hjá þeim í svona dásamlegu veðri, því enn var blæjalogn og heiðskírt veður. Eftir að hafa hvílzt stutta stund og borðað lítiim bita af nesti okkar, liéldum við af stað, í þá átt, sem við töldum, að vera myndi sú rétta. Framundan okkur lá óslitin, liörð lijarnbreiða, sem stöku, stórir steinar og liraunnabbar stóðu upp úr hér og þar. Þarna var að heita mátti slétt. Hlupum við því við fót og skilaði vel áfram. Þegar við höfðum gengið áfram sem næst stundarfjórðungi, dró skyndilega kólgubakka upp á norðurloftið. Hækkaði hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.