Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 44
156
SKEMMTIFERÐ FYRIR HÁLFRI ÖLD
eimreiðin
veðrið var dásamlegt, breyttist þessi ákvörðun okkar. Við vildum
ólmir ná til Seyðisfjarðar þetta kvöld, því veður gat vel spillzt
um nóttina.
Við komum við á Þuríðarstöðum, en þar bjó þá Halldór Mar-
teinsson. Þekktum við liann vel, og var nú meining okkar sú
að biðja liann að ljá okkur fylgd eittlivað þarna upp á fjöllin,
í áttina til Fjarðarlieiðar, svo við gætum tekið rétta stefnu þangað.
Eftir það þóttumst við öruggir að rata.
Guðrún, kona Halldórs, kom út, er við kvöddum dyra. Skýrð-
um við henni frá erindi okkar. En hún tjáði okkur, að svo illa
stæði á, að enginn karlmaður væri heima. Mátti vel sjá, að henni
þótti það miður. Bauð liún okkur inn. En er við þágum það ekki,
sótti hún gnægð nýmjólkur, sem við drukkum með góðri lyst,
því við vorum göngumóðir.
Eftir að hafa þakkað húsfreyju góðan beina og undirtektir
við málaleitan okkar, héldum við af stað upp frá bænum, upp
á liinn víðlenda fjallafláka Gagnlieiðar og Fjarðarlieiðar, sein
liggja saman þarna uppi og geyma bein margra, sem hafa látið
þar lífið í hríðarbyljum íslenzkra vetra á liðnum tímum.
Þegar við fórum frá Þuríðarstöðum, mun klukkan liafa verið
liálf tvö. Gengum við hratt upp frá bænum, en þar er mjög
bratt, og vorum löðrandi í svita, er við náðum brekkubrúninni-
Þarna var mikið víðsýni, og þótt við værum alveg ókunnugir,
gátum við af ýmsum fjöllum, er við sáum, og bæjum, sem við
þekktum í fjarlægð á Fljótsdalsliéraði, tekið rétta stefnu á Fjarð-
arheiði, enda var hún vörðuð, og vörðurnar lágu þvert við stefnu
okkar. Þóttumst við því vissir um, að við gætum ekki farið frani
hjá þeim í svona dásamlegu veðri, því enn var blæjalogn og
heiðskírt veður.
Eftir að hafa hvílzt stutta stund og borðað lítiim bita af nesti
okkar, liéldum við af stað, í þá átt, sem við töldum, að vera
myndi sú rétta.
Framundan okkur lá óslitin, liörð lijarnbreiða, sem stöku,
stórir steinar og liraunnabbar stóðu upp úr hér og þar. Þarna
var að heita mátti slétt. Hlupum við því við fót og skilaði vel
áfram.
Þegar við höfðum gengið áfram sem næst stundarfjórðungi,
dró skyndilega kólgubakka upp á norðurloftið. Hækkaði hann