Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 50
eimreiðin
Eplið
eftir Val Vestan.
Þau sátu úti fyrir litla persneska veitingahúsinu og snæddu.
1 garðinum uxu ávaxtatré, sem minntu á aldingarðinn Eden.
Þetta var lieldur ekki ýkja langt frá þeim stað, er fræðimenn
telja líklegastan til að vera hinn margumræddi samastaður fruin-
foreldra mannkynsins, þó ekki dveldu þau þar lengi.
En hvað um það. Þessi hjú, sem þarna sátu í fögrum Edens-
lundi nútímans, voru tuttugustu aldar módel af mannskepnunnx-
En við getum ósköp vel kallað þau Adam og Evu fyrir það. Hún
var norræn, já, meira að segja frá hinu kalda og lítt kunna ey-
landi norður undir pól, Islandi. Adam var liins vegar af suð-
rænu kyni, svartur á brún og brá og með svellandi hlóð í æðunx,
sem oft hafði gert honum slæman grikk með straumþunga sin-
um. Eva var svo sem ekki nein jökulbunga heldur, en liún líkt-
ist fósturjörðinni í því, að eldur leyndist undir, þar sem íshellan
ein var sjáanleg.
Þau liöfðu dvalið um áraskeið í Englandi, þar sem feður þeirra
6törfuðu, og tilviljunin réði því, að bæði fengu þá flugu í höfuð-
ið, sem ekki er óalgengt með ungt og ævintýraþyrst fólk, að
fara til Austurlanda. Ferðafélag eitt í Bretlandi efndi til hóp-
ferðar um þessar mundir, og skyldi farið til Persíu, öðru nafnx
Iran.
Kynning þeirra var ekki lengra komin en það, að þau töluðu
mest um listir, bókmenntir og heimspeki. Þó voru þau upp a
síðkastið farin að draga sig meira út úr hópnum og skemxnta ser
tvö saman, og þannig var það nú. Þau urðu eftir, liér við vext-
ingahúsið, meðan samferðafólkið ók í stóra bílnum, sem þa^
liafði til umráða, eittlivað út í eyðimörk, að skoða klausturrústir
nokkrar frá fyrri öldum.
„Sennilega hefur enginn karl né kona gert mannkyninu anna°
eins gagn og Eva forðum, þegar hún narraði Adam til að bita