Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 54
166
EPLIÐ
eimreiðin
réði liann sjálfur liversu mikið það var. Furstinn, sem þarna
ríkti, var meðal alþýðunnar kallaður Plússi. Þegar Adam og
Eva voru að munnhöggvast í garði veitingaliússins, sat Plússi
á svölum hallar sinnar í forsælunni, en þær sneru einmitt að
veitingahúsinu. Plússi var þarna að búa sig undir aðalánægju-
stund dagsins og því hinn kátasti.
Annars var Plússi hreinn djöfull í mannsmynd. Skrokkur lians
var tvö hundruð og fimmtíu pund að þvngd, mest spik. Hann
liafði lifað í sukki og bílífi alla ævi, og nú, er hann nálgaðist
fimmtugsaldurinn, var hann farinn að taka út syndagjöldin fyrir
mannvonzku sína og lesti. Hann liafði kúgað og mergsogið svo
þegna sína, að liann var hataður og fyrirlitinn af öllum lands-
lýð. En sverð hefndarinnar vofði yfir höfði lians og hefði áreið-
anlega sniðið það af, ef Adam hefði ekki komið í spilið. Plússi
hafði gnótt kvenna í búri sínu, og átti hann fjölda barna. DrengJ-
unum kom hann í fóstur hingað og þangað um landið. Greiddi
hann stórfé til fóstranna, með því skilyrði, að svnirnir væru
ekki látnir vita um ætt sína. Hann óttaðist, að þeir myndu þa
steypa sér af stóli. Fólkið var ofurselt valdi lians, og það gal
hvergi fengið betra land til ræktunar en hinar frjósömu landar-
eignir furstans.
Sverð hefndarinnar lá í hendi elzta sonar furstans. Hann liafði
fyrir nokkru komizt að raun um liver væri faðir sinn. Þetta
var ungur maður og hraustur, ákaflega alþýðusiimaður og mikill
mannvinur. Hann hataði föður sinn bæði vegna framkomu hans
við synina, en eigi síður fyrir þrældómsokið, er liann lagði á
almenning. Hafði nú þessi ungi maður stofnað til samsæris gegn
furstanum.
Margar sögur gengu um einkalíf Plússa. En fáar lýstu því eins
og það í raun og veru var. Hann var alltaf að fá sér nýjar
konur. Urðu það að vera ungar og ósnortnar meyjar.
En þó svo væri, hafði Plússi um áraskeið verið þess algerlega
óumkominn að njóta blíðu kvenna sinna. Eðlilegar hvatir höfðu
yfirgefið liinn langspillta skrokk, auk þess var fitan. Til þess
að hafa samt einhverja ánægju af konuni sínum, liafði Plússi
fundið upp á því að berja þær. Hafði hann látið útbúa handa
sér písk eða keyri í því augnamiði, og hirði ég ekki um að lýsa
því. En það mun liafa vakið talsverðan kvalalosta lijá Plússa að