Eimreiðin - 01.07.1951, Page 60
172
HÖLLUSTEINN
eimreiðin
sinnandi og týndi sér. En þegar líða fór á ársvist Höllu, koin
það í ljós, að hún var þunguð; varð hún þá stundum lasin og
gat ekki aðstaðið verk sín. Við það urðu húsbændur liennar
óðir og uppvægir. Og þegar rétt var að því komið, að liún skyldi
ala barnið, ráku þau hana í burtu; sögðu, að liún skyldi leita
sveitar sinnar, Norðfjarðarlirepps, og ala harnið þar, en ekki
hjá þeim. — Halla lagði af stað sárlasin, liálfnakin og mögur,
með aleigu sína, örlítinn fataböggul. Hún var máttfarin og þrótt-
lítil og átti erfitt um gang, einkum upp í móti. Það var að kvöldi
dags, að hún kom að bænum Högnastöðum í Reyðarfirði, sem
er norðanvert við mynni Eskifjarðar. Hún var orðin örþreytt,
svöng og þyrst og baðst gistingar. Húsfreyjan á bænum koni
til dyra og stóð fyrir svörum; sagðist engu um það ráða, nieð
því bóndi sinn væri eigi lieima og taldi öll tormerki á að liýsa
liana eins og hún væri útlítandi. Halla sneri því frá við svo
búið og stefndi á fjallveginn til Norðfjarðar og bjóst ekki við
að koma þangað fyrr en einhvemtíma um nóttina.
II.
Islenzkur vetur er eins og kirkja í almætti sínu, íburðarmikiÞ
stíll allra tegunda, samvizkulaus, miskunnarlaus og auðugur i
eðli, enda stór í syndinni, máttugur og mikillar náttúru. Aust-
firðirnir eiga þar ítök, stuðla og styttur. Inni í greipum andnesj-
anna eru firðirnir, en úti fyrir sá ógnarsær, er vakir á verði og
sjaldan sefur. Og inn til fjarða og fjalla rísa kolsvört klettabeltin
upp úr auðnum fannanna, þungbrýn og þegjandi.
Halla hrærist enn upp á móti í áttina að Oddsskarði. Hún er
„á réttri lei<5“, mundu menn segja. Ein manneskja í auðn og natt
er ekki stór í augum vorrar veraldar, sízt af öllu sé hún „á rdttTi
lei&“. Og til að dylja og skýla fortíð sinni og fyrri leiðum fynr
hnýsnisaugum samvizkunnar, liafa ósýnilegir arkitektar reist
himinvíð musteri úr rúbínum, smarögðum og öðrum ginisteiH'
um, sólfáðum og settum gulli, sveipað fjöllin dýrindis ábreiðuiiL
íofnum og silkiseimdum eftir meistarana miklu fyrir sunnan sól-
Þeir Iiafa ofið óskaplega, látið greipar sópa um allan hnöttinn
og borið allt liingað að liásæti einlivers ósýnilegs, aldurhnigt118
drottins, segjandi: „Sjá! Þetta allt er þitt — frá þjóðum þínum