Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 66
EIMREIÐIN
ÞRÍSTRENDÁ GLERIÐ.
I.
Ef til fjalla leiö menn leggja, lýist göngu fótur knár,
brátt þó, séö af brún á hjalla, birtist leiö sem spölur smár.
Eins, aö þrautum yfirstignum, úr sem rœttist horfum skár,
lízt ei þeim, sem lítur aftur, langur tími þrjátíu ár.
Langt aö baki liggur gatan, Ijósi bœöi og skuggum stráö;
aö þar veröi aftur snúiö, œöra máttar hindrar ráö.
Liöna tímans grát og gleöi grefur „brauðstrit" fyrr og síö,
lítill verölaus geymdur gripur glöggt þó minni á horfna tíö.
Þegar fertug fátœk móöir frá sér missti glókollinn,
yndiö sitt og augasteininn, út í lífiö, fyrsta sinn,
fjárhlutur til fararefna fram úr hendi náöi skammt;
kœrleiksþel og bljúgar bœnir böliö mýktu heldur samt.
Viöhorf breytt og vinna œrin veittu honum öröugt fyrst;
ári síöar, er hann sneri aftur heim i bernskuvist,
ei þó safnaö auöi heföi, einn hann kjörgrip færöi þá
„litlu systur", lífs er gátur löngum vildi ráönar fá.
Gersemin var glerbrot nokkurt — gripahlööu fundiö í,
falliö burt úr fyrri umgjörö — flestum verölaust sýndist því.
Raunhyggjunnar römmu speki rýrt aö meta slíkt er tamt —,
barnsins augum bundnir töfrar búa virtust í því samt.
Gegnum þaö í glugga aö horfa, gaf þaö honum fagran lit,
fábreytninni fékk þaö búiö friöarbogans Ijómaglit,
sett ef var í sólargeisla, sína göfgi birti þing:
litrófsblettum fögrum fjórum fékk þaö varpaö sig um kring.
Þegar smáum bljúgum börnum bernskusorg til hjarta gekk,
mörgum sinnum grát í gleöi gleriö litla snúiö fékk —.
Börnin senn, á brautum grýttum, bernsku- og þroska slitu skorn•
Gamla konan glerið strenda geymir enn — sem helgan dóm.