Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 67
EIMREIÐIN
ÞRÍSTRENDA GLERIÐ
179
II.
Mínum augum glerið gamla getur vakið hrifning enn,
áhrif þess með eðlisfrœði út þó skýri fróðir menn.
Vizkan, járnköld, verður stundum vonarsnauð, og tómleik háð,
göfugt eðli gleði og birtu getur sig í kring um stráð.
Sólarljóssins svása birta sifellt streymir kringum oss;
vanans dofi veldur löngum vanmati á þvílík hnoss.
Glerið engum ýkjum beitir eða dœmir vanans þý,
aðeins birtir okkar sjónum áður hulda dýrð í því.
Friðarboginn fyrst úr Ijósi fékk oss greindan litrófsarð.
Efnið harða eldraun þoldi, áður það að gleri varð,
síðan slípun harðra handa, hneppt ómilda klemmu í,
hvassar brúnir, hála fleti, hlaut að lokum Upp frá því.
III.
Sólarljóssins svásu birtu sundurliðar þrístrent gler;
lífið sjálft, með sama hœtti, sýna, skáldið kjörið er.
Eegurð sjá í hörðum heimi, hafa þau oss löngum bent,
gráan, hrjúfan hversdagsleikann hlýjar, lýsir þeirra mennt.
Efast lilýt ég óvart nokkur orðið geti „skáld af náð ;
frumefnið er fleygur andi, fráneygur, og hugalt ráð.
Síðan eldraun, aðhald, fágun, efnið mótar, lagar gerr;
ekáldsins þroska- og þrautasaga þannig glersins líkust er.
nSkáldafrœgð“ á fánýtt gildi — fölsk hún stundum gylling er,
Okkar skáld af ávöxtunum enn, sem fyrrum, þekkja ber.
Aldrei göfgi áfram þokar, austur skarns né málfar Ijótt;
sorans fúli svartagaldur scemir aldrei göfgri drótt.
Gegnum óhreint gler að horfa, gleði lífsins skyggir á.
Efnisvalið, aðferð skáldsins, innrœtinu greina frá.
Eðli göfugt engu skrökvar, öfgalaust það breyzkleik sér,
viðfangsefnin löngum leysir líkt og slínað þrístrent gler.
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi.