Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 68
eimrsidin
Villur í skólabókum
eftir Jón Dúason, dr. juris.
íslandssaga Jónasar Jónssonar, i>ls. 48—49: FundiS Grænland.
Á söguöld gengu óljósar sagnir uin, að' í vestur frá íslandi væri stórt,
óbyggt land, og áttu sjóhraktir menn að hafa orðið þess varir. ... En þratt
jyrir þessar hrakfarir, héldu Islendingar ájram GrœnlandsferSum, og bratt
var landiS alnumiS þar, sem landkostir leyfSu. Grœnland var nokkurs konar
Nýja Island. Atvinnuvegir, byggingar, lög, venjur, mál og menning var hiS
sama í báSum löndum.1)
Vínland hiS góSa: ... Það var árið 1000 [að Leifur fann Vínland]. Ekki
fór Leifur aðra ferð til Vínlands. ... Fór svo, að landnemarnir sneru heim
til Grænlands aftur, en Vínland týndist og fannst eigi aftur, fyrr en finun
öldum síðar, er Kólumbus sigldi þangað. En þá var landið nefnt Ameríka
og þrekvirki Leifs gleymt.
íslandssaga Jóns ASils og Vilhj. Þ. Gíslasonar, útg. 1945. Siglingar, bls.
51—52: ... Höfðu menn aldrei ljósa hugmynd um, livar þau [Gunnbjarnar-
sker] voru í raun og veru, en hitt þóttust menn vita, að lönd væru etn-
liversstaðar í hafi vestur af íslandi. Ofarlega á 10. öld fóru menn af íslandi
að leita Gunnhjarnarskerja. Hittu þeir þá fyrir sér land norður í höfum
og höfðu þar vetrarsetu, en þótti heldur óvistlegt og sneru aftur við svo
húið.
Eiríkur rauSi, bls. 52—54: Maður er nefndur Eiríkur hinn rauSi Þor-
valdsson. Þeir feðgar urðu landflótta af Jaðri í Noregi fyrir víga sakir, og
leituðu íslands. Það var löngu eftir landnám, eða laust eftir miðja 10-
öld ... og varð sekur á Þórsnesþingi. Hafði hann um þingtímann húið
skip sitt í Eiríksvogi, því að Iiann uggði um málalokin. ... Þar [í Görðuin]
var seinna þingstaður og biskupssetur. íslendingahyggð á Grænlandi stóð
með mikluin hlóma um eitt skeið, tók við kristni árið 1000 og geklc á liönd
Noregskonungs í sama mund og Island. Eftir það fór byggðinni hnignandi,
en samgöngur tepptust, er fram liðu stundir, og kom þar að lokum, a®
landið týndist og byggðin eyddist, án þess að nokkuð vitnaðist um örlög og
afdrif landsmanna.
FundiS Vínland áriS 1000, hls. 54: ... ísleifur hinn heppni ... hitti a
nýtt land í vestri, er liann vissi áður enga von til, og kallaði Vínland. ■ ■
x) Leturbreyting mín. Á þessuin einasta stað í öllum kennsluhókunum er
rétt skýrt frá réttarstöðu Grænlands. Um leið og sagt er, að lög íslands hafi
gilt á Grænlandi, er einnig sagt, að það liafi verið undirgefið íslenzku lög'
gjafarvaldi og þar með um leið öllu íslenzku þjóðfélagsvaldi. En því nefnir
höf. Grænland aldrei frainar í allri Islandssögunni? Svo mun verða spurt.