Eimreiðin - 01.07.1951, Side 70
182
VILLUR í SKÓLABÓICUM
eimreiðin
tekið þátt í landnámi Grænlands og að Eskimóar séu Mongólar,
er þaðan komin, og hann notar ekki íslenzku lieitin á bænda-
byggðunum á Grænlandi, heldur þýðir þau stafrétt úr dönsk-
unni, ritar svartadauða með stórum staf, eins og þeir dönsku
gera, og undirstrikar það, að Grænland sé nú dönsk nýlenda,
svo að nemendurnir skuli skilja „vonina eftir á veggnum“.
Nú spyr ég höfunda eða útgefendur allra þessara kennslubóka:
Er það vísvitandi ásetningur ykkar að segja ófullnægjandi eða
beinlínis ósatt um þau atriði, er ég lief tekið liér upp, til þess
að afvegaleiða æskulýð landsins í þessum efnum? Og kennarana
spyr ég: Viljið þið láta hafa ykkur til þess að gefa æskulýð lands-
ins ófullnægjandi eða beinlínis ósanna fræðslu — beinlínis af-
vegaleiða æskulýðinn — í þessum veigamiklu atriðum í sögu
þjóðar sinnar? Auðvitað er slíkt víðsfjarri ykkur öllum, þótt ég
spyrji. Enginn ykkar myndi vilja kviksetja íslenzka þjóðarbrotið
á Grænlandi, enginn ykkar innprenta æskulýðnum afneitun a
lögmætum rétti Islands, enginn ykkar gefa nemendunum falsk-
an lærdóm um 500 ára sögu Islendinga í Vesturheimi, o. s. frv.
Ég spyr enn: Hvernig myndi ykkur verða við, ef þið sæjuð
allar framanritaðar útskriftir lagðar fram af bálfu Danmerkur
í máli fyrir alþjóðadómi því til sönnunar, að Island sé bæði
búið að gleyma og gefa eignar- og yfirráðarétt sinn yfir Græn-
landi? Þetta á með vissu eftir að gerast, og óþarfir ógæfumenn
verðið þið þá allir taldir, er að þessu vonda verki hafið staðið.
En rituðuð þið bækurnar svona með það fvrir augum, að smíða
Danmörku slíkt vopn gegn ykkar eigin þjóð? Að því spyr ég
nú. En urn það verður ekki spurt þá.
Grænlandsmálið var til umræðu á Alþingi 1924, 1925, 1931
og 1940. Á Alþingi 1945, 1947 og 1948 flutti Pétur Ottesen
tillögu til þingsályktunar um, að réttur Islendinga til atvinnu-
reksturs og yfirráða á Grænlandi yrði viðurkenndur. Á þing-
unum 1947 og 1948 var máli þessu vísað til utanríkismálanefndar
með einróma samþykki þingsins. Sem stendur hefur stjómskipuð
lögfræðinganefnd mál þetta til meðferðar. Verði Danmörk ekki
við óskum Islands í þessu máli — og livenær hefur hún óneydd
orðið við óskum vors lands? — liggur ekkert nær en það, að
leggja málið í alþjóðadóm. Sé það ekki meining ykkar, seni