Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 74
186
VILLUR í SKÓLABÓKUM
eimreiðin
lax- og silungsár fullar af fiskum, æðarvörp, eggver, sellátur, alls-
konar selveiSi, hvalveiði, fiskveiði, rekar miklir hvala og viða.
En ótalin eru þó mestu auðæfin, er þarna fengust, hvítir valir,
hvítabimir, hvítbjarnarfeldir, svörður, tönn og fágætir loðfeldir.
Þessar hnossir fluttust um allar þrjár álfur heims og gerðu
löndin þaðan sem þær komu, í Vesturheimi og á Grænlandi,
víðfræg út um öll lönd undir nafninu Albania magna (mikla),
en það er út lagt Hvítramannaland. En á vora tungu hét þetta
svæði Norðurseta, þ. e. svæði, sem byggt var af setum eða búsetu-
mönnum, veiðimannafjölskyldum.
Sagnir Eskimóa segja bæði frá bændunum og setunum, veiði-
mönnunum, og kalla þá Tunnita, hreindýramenn. Heimaland
þeirra er Grænland, og þar er þeim lýst sem algerlega norrænum
mönnvun í hánorrænum búningum. Þaðan brjótast þeir til vest-
urs og suðurs yfir löndin og gera þau byggileg með mannvirkjum
þeim, sem við þá eru kennd, og afneita Eskimóar allsstaðar, að
þeir hafi gert þau, og er auðvelt að sannprófa, að þeir segja
það satt. Enginn efar það lieldur, að sögumar um Tvmnita séu
í aðalatriðum sannar, og að hér hafi verið um mikinn þjóðflutn-
ing að ræða. Tunnitar eru sagðir verið hafa mörgum sinnum
stærri en Skrælingjar. Og það er um þessa menn, að textaruir
um Albaníu miklu segja, að þeir séu hvítir og fæðist hvítir-
Myndir af þeim sýna, að þeir voru norrænir menn, og skip
þeirra og sjómennska norræn, sem kemur heim við, að Eski-
móar segja, að þeir hafi ekki haft kajaka.
Um alla Norðursetu, frá 77° nbr. á austurströnd Grænlands
og vestur á austurtanga Síberíu, frá nyrstu töngum vesturstrand-
ar Grænlands og suður að St. Lawrance-flóa á austurströnd, en
lengst suður í Alaska á vesturströnd Ameríku, standa steinlilaðin
mannvirki Norðurseta eða Tunnita, svo sem: ferhyrntir, íslenzkir
skálar, með íslenzkum dyraumbúnaði, gluggum, seti, eldgróf eða
kolu, tjaldstæði eftir topptjöld og ástjöld, skjólgarðar, skvgg111’
eldstæði, dysjar eins og þær íslenzku, þerristöplar, varðberg,
vörður, hellulireiður og húslireiður fyrir æðarfugl, lendingaU
hróf eða naust, grjóthjallar, fiskgarðar, stöplar til að geyma a,
livalgrafir, kjötgrafir, stilli, borgir, fiskigrafir, stemmur, fiski'
garðar, ker og teinur, dýragarðar, sátir, skollagildrur, bjarnar-