Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 78
EIMREIÐlN
Tvær viínaleiðslur
eftir Arthur Train-
Ég hafSi eitt sinn með liöndum mál, sem mér finnst, þegar
ég hugsa mig um, ástæSa til að skýra frá á prenti, — ekki til
neinnar sönnunar liæfni minni, lieldur til að sýna, livaða hsetta
getur stafað af vitnaleiðslu í liöndum samvizkulauss ákæranda-
Ég hafði verið skipaður verjandi manns að nafni Mooney*
sem eitt sinn liafði setið í fangelsi stuttan tíma og var nú kæröur
fyrir að bera á sér falið vopn, — handhæg aðferð, sem yfir'
völdin beita stundum til að losna við óæskilega borgara. Þa^
nægir í þessu sambandi að segja, að kæran gegn skjólstæðing1
mínum var á harla veikum rökum reist, en Delaney, lögregluma^'
urinn, sem hafði handtekið Mooney, hafði lagt fast að ákær"
andanum að koma sakfellingu til leiðar, ef hann gæti. Nú,
þótt eina sönnunargagnið gegn Mooney væri framburður kig
reglumannsins, sem kvaðst liafa tekið hlaðna skammbyssu ur
vasa hans, — en slíkt var liægðarleikur með því að setja haua
þar fyrst, — þá var þessi framburður nægileg ástæða að lögU111
til málshöfðunar. Og ef Mooney neitaði því ekki fyrir rétti, a
hann ætti vopnið, mundi kviðdómurinn tæplega eiga um 116111
að velja. Svo að ég kallaði hann í vitnastúkuna.
Ákærandinn var minn forni óvinur, Francis Patrick 0,Brieíl’
og það, að verjandinn var ég, gerði hann um allan helmiug
ákafari í að fá manninn sakfelldan. Er liann liafði sannað, a
Mooney hefði áður sætt refsingu, spurði liann:
„Þér eruð frá Gashúshverfinu, er það ekki?“
„Nei“, svaraði Mooney.
„Hafið þér nokkum tíma heyrt talað um Gashúsflokkinu •
„Já, en ég er ekki einn af þeim“. . <•
„Jæja, ekki það, ha? Ég spurði yður nú ekki um þ3^
hverju flýttuð þér yður svona að koma því að?“
„Af því“, svaraði Mooney ótrauður, „að þér voruð að re'
að koma kviðdóminum til að halda, að ég væri það .