Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 106
218
LULLU
EIMREIÐIN
við. Litli kiðlingurinn, sem elti liana, var fínbyggður og svifa-
seinn, eins og hún sjálf, þegar við sáum hana fyrst.
Allt sumarið kom Lullu heim að húsinu, ekki aðeins á morgn-
ana og kvöldin, heldur oft líka um miðjan dag. Kiðlingurinn
hennar var ekki vitund smeykur við hundana og lofaði þeim
að nasa af sér, en honum var ekki um mig og negrana. Þegar
við reyndum að handsama hann, tóku þau hæði á rás og hurfu
strax inn í skóginn.
Eftir að Lullu var setzt að aftur í skóginum, vildi hún aldrei
lofa okkur að snerta sig. En hún var vingjamleg og skildi, að
okkur langaði til að sjá kiðlinginn hennar. Hún lét jafnvel svo
lítið að þiggja sykurreir úr lófa manns. Stundum, þegar sólin
var liæst á lofti, gekk liún upp að borðstofudyrunum og starði
hugsandi inn í hálfrökkrið í stofunum, en yfir þröskuldinn steig
hún ekki feti framar. Hún hafði einnig losað sig við bjölluna
og kom nú og fór, og gekk um án nokkurs hávaða.
Vinnufólkið stakk upp á því, að við handsömuðum kiðlinginn
og hefðum hann í húsinu, á sama hátt og Lullu sjálf liafði verið
þar, en mér fannst það lélegt þakklæti fyrir það mikla traust,
sem hún sýndi okkur.
Mér fannst einnig sambandið milli lieimilis míns og antilóp-
anna sjaldgæft og virðulegt. Lullu kom til okkar utan úr skóg-
inum og staðfesti þannig vináttu okkar. Heimili mitt og heim-
kynni hennar urðu svo nátengd, að vandséð var, hvar mörkin
voru á milli.
Lullu þekkti skóginn út í æsar. Hún vissi, livar villisvínin
áttu bæli, hún hafði séð nashyrningana í tilliugalífinu. 1 runn-
unum, þar sem skógurinn og sléttan mætast, hlýtur liún margan
morgun að hafa séð leifar Ijónsins, zebradýrið, ganga úr eigu
þess til hýenunnar, sem laumast á kreik með morgunsárinu.
Hún hefur séð stóru, svörtu gammana, sem setið hafa í lágum
þymitrjánum alla nóttina lireyfingarlausir, eins og þeir væru
úr steini. Undir morgun láta þeir fallast til jarðar og þvrpast
nú að liræinu, sem þeir breyta í einu vetfangi í iðandi vængja-
liaf.
1 Afríku er gaukur, sem kvakar langt inni í skóginum, þegar
lieitt er á daginn. Þetta kvak er lijartsláttur Afríku. En gaukinn
hef ég aldrei séð og enginn hefur getað sagt mér, hvernig hann