Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 110
222
DANSKT HERVALD GEGN ÍSLENZKUM EIMREIÐIN
menn lians sýndu Islendingum upp í byssukjaftana í Kópavogi
1662 og oftar, en þar er ólíku saman að jafna, hvort annars vegar
eru sjálfur hiskupinn á Hólum og helztu skörungar þjóðarinnar
eða einn bóndi vestur í Dölum, sem var ekki einu sinni hrepp-
stjóri og hafði ekki ömiur vopn en slægð, skæða tungu og skarpa
skynsemi. Mér finnst stundum, þegar ég les um þeiman gamla
sveitunga minn eða lieyri sagt frá lionum, að hann 6é líkari
sögupersónu úr skáldverki eftir Halldór Kiljan en raunverulegum
sveitabónda, sem lifði og hrærðist í tíð föður okkar og afa.
H.
Um 1840 bjó á Saurum bóndi sá, er Jóhannes hét, kvæntur
maður og átti uppkomin börn. Hann andaðist 1843 úr landfar-
sótt. Ekkja hans þurfti að ná sér í kaupamann um sumarið,
ekki sízt vegna fráfalls bónda. Hreppstjórinn gat greitt fyrir
lienni í þessu efni og útvegaði henni mann, Gísla Jónsson, tuttugu
og þriggja ára gamlan. Það orð fór að vísu af þessum unga
manni, að lionum væri vart treystandi um þveran þröskuld,
svo hrekkjóttur væri liann og brögðóttur. En ekkjan vissi ekki
um marga kaupamenn á lausum kjala. Þetta var fullgildur
maður, og liún réð hann til sín, og skömmu síðar reið nýi kaupa-
maðurinn í garð á Saurum, og þar átti dvöl hans eftir að verða
lengri en eitt sumar.
Sjálfsagt liefur kvenfólkinu á heimilinu orðið starsýnt á unga
manninn, þegar hann bar fyrir augu þess. Líklega liafa þær heyrt
það sagt frá honum áður, að hann væri ekki allur þar sem
hann var séður og allt að því hættulegur maður. En slíkur orð-
rómur fælir yfirleitt ekki konur frá karlmönnum. Þvert á móti,
hann æsir forvitni þeirra og ævintýraþrá, mörgum þeirra finnst
lokkandi að leika sér að slíkum eldi. Enda fór svo liér.
Lítill vafi er líka á því, að margt hefur verið glæsilegt við
Gísla. Mynd hans ber með sér, að svipurinn hefur verið sér-
kennilegur, augun skýrleg, munnsvipurinn glettnislegur og mað-
urinn hinn kempulegasti. Hann var skartmaður í klæðaburði,
og afburða skemmtilegur gat liann verið, þegar vel lá á honum.
Það hefur ekki verið lítil tilbreyting í fásinninu á Saurum að